"Svona er lífið vinur"

Móðir mín gaukaði að mér smá vísu sem hún hafið fengið í hendurnar og er eftir konu sem fæddist 1876 og heitir Guðríður Guðlaugsdóttir.Kona þessi var spurð hvernig henni litist á lífið og afkomuna,þetta var í kringum 1970, gamla konan svara á þessa leið :

              Öllu er sóað, ekkert hik

              af ótta þjóðin stynur.

              Allstaðar eru svindl og svik

              Svona er lífið vinur!

Ekki er hægt að segja annað en að þessi vísa eigi við í dag,þar sem þjóðin er á barmi örvæntingar og rammvillt.Í fjölmiðla koma hinir og þessir sérfræðingar að segja okkur hvað við eigum að gera,aðrir skrifa greinar.Eitt er víst að allir hafa skoðanir,og allir halda sig  hafa réttar skoðanir,einn segir þetta og annar segir hitt.Hverju eigum við að trúa og hverjum? ekki veit ég það. Eitt veit ég með vissu,það er að hinn almenni borgari er orðinn þreyttur, ringlaður og vonsvikin.Að þessi hræsni,sviksemi og prettir skuli viðgangast hér á þessu litla landi,Íslandi.

 

             

 

 

             


Fjölga þarf strætisvagnaferðum.

Ég er í raun dálítið hissa á þessu umstangi hvað varðar Hlíðarfót.Það ætlar allt vitlaust að verða vegna þess að Háskólinn í Reykjavík er að opna eftir áramót,allt var sett á stað til að laga Hlíðarfótaveginn.Ég vil ekki setja út á lagfæringar betra seint en aldrei. Það vill gleymast að á hverjum degi í 30-40 ár hefur fjöldi bifreiða farið um þennan veg.Á góðum degi og um góða helgi getur verið á Hótel Loftleiðum bæði gestir og vinnandi fólk um 1000-1200 manns,og allt þessa fólk þarf að fara um Hlíðarfót í strætó,einkabílum og langferðabílum.Icelandair er einnig með mikinn fjölda starfsfólks og önnur fyrirtæki sem eru allt í kring.Það hefði mátt gera eitthvað í þessu miklu fyrr,ekki hlaupa upp vegna þess að Háskóli er að byrja starfsemi sína og gleyma okkur hinum sem fara um þetta svæði,en eins og ég segi betra seint en aldrei.Síðan vil ég benda á að það eru aðeins tvær ferðir strætisvagna á klukkutíma og eftir kl:19.00 er aðeins ein ferð á klukkutíma hvernig væri að fjölga ferðum vagnana.Ég sé mig ekki keyra bæinn á enda til að sækja einhvern af mínum vinnufélögum,hver ætlar að borga bensínið.
mbl.is Samnýttir bílar njóti forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur grunnskólanna.

Spilling virðist þrífast á fleiri stöðum en í bankakerfinu,ef það er rétt að sumir grunnskólar í Reykjavík hafi verið að sprengja upp einkannir nemenda sinna þá er ekki gott í efni.Með þessu er einfaldlega verið að svindla á framhaldsskólum í Reykjavík,og í raun ekki verið að hjálpa börnunum,því þau hafa kannski komist inn í skóla sem verða þeim erfiðir seinna meir.Ég get ekki séð annað en að þessir fjórir svokallaðir vinsælustu skólar komi til með að vera með lélegri nemendur en þeir bjuggust við.

Ég er nú ekki sérfræðingur í skólamálum, en hefur niðurfelling samræmda prófa verið nógu vel útfærð og skipulögð ?. Ég segi þetta vegna þess að prófin sem unglingarnir voru að taka eru æri misjöfn. Ég hef heyrt að í  sumum skólum tóku börnin kafla próf sem eru mun auðveldari próf en samræmdu prófin,í öðrum skólum voru búin til próf sem líktustu  samræmdu prófi og voru  því   erfiðari próf og þar af leiðandi koma þessi börn með lægri heildareinkunn út úr prófunum.

Ef grunnskólabörn eiga ekki að taka samræmd próf þá er skylda menntamálaráðuneytisins að sjá til þess að allir skólar séu með samskonar próf,þ.e. að lengd og tíma,til þess að koma fyrir blekkingaleiki sem þessa.

 


Grafalvarlegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar 10%sjálfstæðismanna ætla að skila auðu á þetta að segja flokksforustunni að eitthvað er meira en lítið að hjá flokknum.Strax eftir kosningar ætti Sjálfstæðisflokkurinn að leggja áherslu á naflaskoðun,því ef það er ekki gert þá verður flokkurinn bara lítið afl í þjóðfélaginu.Ef ég ætti að ráða heilt þá mundi ég segja við forustuna,reynið að nálgast fólkið í landinu og setjið  ykkur í spor þeirra sem eru að missa atvinnu og missa heimili sín og jafnvel að flytjast úr landi,fjölskyldur eru að splundrast, það er ekki það sem við viljum er það?


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur og Ísland skiptast á seðlabankastjórum.

Fullkomið samstarf á milli landa, svona á þetta að vera eða er það ekki.Ingimundur Friðriksson fékk starfstilboð frá Norska Seðlabankanum og við fáum Norskan mann í Seðlabanka Íslands .

Í fréttum í gær var Norski forsætisráðherrann spurður um upptöku íslendinga á norskri krónu,það svar sem við fengum frá honum varð til þess að ég skammaðist mín fyrir þjóð mína og þegar svo er komið er illt í efnum.

Hvernig dettur stjórnvöldum í hug að hugsa um að taka einhliða upp norska krónu,Norðmenn líta svo á sem er rétt, að norska krónan er fyrir Norðmenn  og miðast við norskan efnahag,ekki aðrar þjóðir og þetta eigum við að skilja. Það eina sem við eigum að hugsa um er evran,ef við viljum skipta krónunni út,og sennilega er ekki spurning um hvort við viljum eða ekki getum við haldið áfram á sömu leið með  íslensku krónuna í fararbroddi


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum með hryðjuverkamenn hér á Íslandi.En það er ekki almenningur.

Ég er mest hissa á því að Bretar skuli ekki senda Scotland Yard á þessa hryðjuverkamenn sem eru hér á landi,því það er ekki almenningur ,þetta eru aðeins nokkrir menn og konur.Bretar sögðu að peningar hefðu verið fluttir frá Bretlandi til Íslands.en það er örugglega ekki rétt,peningarnir hafa  ekki komið til Íslands,þessir peningar liggja í ýmsum lúxus á hinum og þessum eyjum úti í heimi,á meðan við Íslendingar blæðum fyrir þessar gjörðir.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þörf að færa flugstöðvabygginguna.

Hugmyndin um minni flugstöðvarbyggingu er ekki slæm,því það má stækka seinna þegar árar betur.Hvað hefur ekki verið gert í Leifsstöð,sú bygging hefur verið stækkuð svo um munar.En það sem mér líst ekki á er að byggja nýja samgöngumiðstöð á gamla staðnum í Skerjafirði,betra væri að staðsetja nýja samgöngumiðstöð  nær Loftleiðum og  BSÍ,núverandi flugstöðvarbygging er ósköp ein úti í Skerjafirði þaðan vantar góðar samgöngur inn í bæinn,og fyrir þá sem eru að koma að utan og ferðast með flugrútu frá Keflavík,og þurfa að taka flug út á land þá er aðeins boðið uppá  stopular strætisvagnaferðir út í Skerjafjörð eða þá bara leigubíl.
mbl.is Minni og ódýrari samgöngumiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingseta virðist vera vinsæl og þaulsetin.

Það væri óskandi að önnur störf hér í þjóðfélaginu hefðu sömu starfsreynslu og þeir sem sitja á þingi,því það er alveg sama hvaða stjórn er skipuð alltaf eru 3-4 ráðherrar og ráðfreyjur sem hafa setið í stjórn áður með mismunandi flokkum.Nú er verið að mynda stjórn með fólki sem var í stjórn fyrir 20 árum síðan, nú spyr ég hefur stefnubreyting þessa hóps breyst? eru þau ekki með sömu hugmyndir og fyrir 20 árum síðan? 
mbl.is Nýtt verk, sömu leikarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er best að leggjast á bæn...

Samkvæmt því sem Steingrímur hefur látið frá sér vill hann helst skila láninu frá AGS,eru þetta þær hugmyndir sem VG ætla inn í ríkisstjórn loksins þegar þeir fá tækifæri til ríkistjórnar setu, það er ekki nóg að mótmæla þeir verða að koma með úrlausnir. Tækifærið er ykkar þið eruð búnir að bíða eftir þessu í langan tíma.
mbl.is Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt mál..tökum afstöðu undir nafni ...

Þetta finnst mér alveg sjálfsagt og eðlileg ritskoðun frá hendi MBL.Við bloggarar erum að gera athugasemdir og lýsa okkar áliti á fréttum Morgunblaðsins og vissulega eigum við að bera ábyrgð á eigin skrifum,okkur er gefið tækifæri til að láta skoðun okkar í ljós og mér finnst sjálfsagt að nýta sér þetta tækifæri undir nafni..Mér hefur fundist of mikið um að bloggarar skrifi undir nafnleynd og skil í raun ekki ástæðuna.Er ekki best að vera stoltur af því sem maður skrifar hve vel eða illa sem það er gert,of ef einhver nennir að lesa það sem maður skrifar þá er það mjög gott.


mbl.is Fréttablogg og nafnleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband