Færsluflokkur: Menning og listir

Næst sendum við laglaust lið,sem ekki heldur tóni né takti.

Friðrik Ómar og Regína stóðu sig frábærlega vel,til hamingju.En,þetta stóra EN,það virðist vera sama hve vel sungið er og hve gott atriðið er það dugar ekki.Það dugar heldur ekki að skipta keppninni í þrjá hluta,því þegar kemur að því að kjósa í loka keppninni, þá kjósa allar þjóðir og sama rullan heldur áfram.

Ég hafði gaman af því að fylgjast með Spánska sjónvarpinu eftir keppnina,þeir voru ánægðir með sinn hlut,en þulurinn sem hefur verið sá sami í ein 40 ár sagði fyrir keppnina að Rússland,eða Grikkland myndu vinna og hann var sannspár,og hann sagði þetta ekki vegna gæði laganna,heldur vegna þess að þessi lönd hafa verið í efstu sætunum undanfarin ár og tími væri komin á þau að vinna.Það vildi hann meina að þetta væri bara pólitík.

Þetta var frábær skemmtun,og þegar kom að kosningu þá hafði ég mest gaman af Sigmari,hann var alveg pottþéttur með hverja einustu  stigagjöf,hann vissi uppá hár hvað hvert landi myndi gefa,og hvað segir það okkur,jú það er hin eina stóra spurning ???

 

 


mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að setja sig í Eurovision stellingar,áfram Friðrik og Regína !!!

Ef Friðrik og Regína standa sig jafn vel og þau gerðu á fimmtudagskvöld,þá erum við örugg í  einum af efstu sætunum.Þau fluttu sitt lag gífurlega vel. Áberandi var hve róleg og yfirveguð þau voru,enginn taugastrekkingur,það geislaði af þeim ánægja yfir því að vera á sviðinu,og það hefur örugglega hjálpað þeim.Þau eru sannir atvinnumenn bæði tvö.

Það sem mér finnst gaman af er hve mörg lönd eru með þjóðlegt,og syngja í sínu tungumáli.Portúgal er mitt uppáhald fyrir utan Ísland,Frakkland er með gott lag og gömlu karlarnir frá Króatíu held ég.En mér finnst að hvert land ætti að syngja á sínu tungumáli,þá fær maður betur að kynnast landi og þjóð.

Ég hlustaði á Andreu og Pál Óskar í gær í útvarpinu,þar fóru þau inná hve margir gera grín af þessari keppni.Ég get ekki skilið þegar fólk leyfir sér að gera grín,ekki er gert grín af fótboltakeppni,eða handboltakeppni,danskeppni eða hvaða keppni sem er.Í lít á slík grín sem hreina og beina móðgun við listamennina,við megum ekki gleyma því að þetta eru yfirleitt atvinnu söngvarar sem leggja dag og nótt til að gera vel,sumum tekst vel upp öðrum ekki,en það er ekkert til að gera grín af.Ég t.d. horfði á sænska sjónvarpð  þar sem Sænskir spekingar voru að dæma lögin í keppninni,þegar þeir horfðu á Portúgalska lagið þá hlógu þau allan tímann,þvílík vanvirðing við söngkonuna,og þekkingarleysi,svona á enginn að leyfa sér og alls ekki í sjónvarpi.Áfram Íslandi.


mbl.is „Fegin að Dustin datt út"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar í Bolungarvík krefjast pólskukennslu fyrir börnin sín...

Ég las í Fréttablaðinu frétt, þar sem Pólverjar eru ósáttir við að pólskukennsla var lögð niður í grunnskólanum í Bolungarvík,og krefjast þess að pólska verði kennd áfram,þar sem hún hefur verið kennd í sex ár.Ég verð nú að segja að ég er hissa á því að pólska hafi verið kennd í grunnskólanum öll þessi ár.Þó svo að Pólverjar sér stór hópur innflytjenda á Vestfjörðum þá get ég ekki séð ástæðu til að taka upp kennslu í þessu tungumáli frekar en öðru.Innflytjendur verða að aðlaga sig að breyttum aðstæðum í lífi sínu og reyna eftir bestu getu að aðlagast því landi sem þeir flytja til.Við höfum í gegnum árin fengið mikið af innflytjendum frá hinum og þessum löndum í heiminum eins og t.d. flóttafólk frá Víetnam,stór hópur er hér frá Thailandi svo eitthvað sé nefnt.Ef við ættum að hlaupa eftir öllum þeim óskum sem innflytjendur fara frammá þá myndi íslenskt samfélag riðlast,og veikjast .Skólakerfið býður uppá vissar greinar sem skilda er að fara eftir,en ef hver og einn innflytjenda hópur krefst þess að tungumál þeirra sé kennt í skólanum þar sem börnin þeirra eru að læra,það gengur bara alls ekki.Það væri allsherjar "kaos".Tvítyngi er mjög góður kostur og meira en sjálfsagður í blönduðum hjónaböndum og hjá innflytjendum,en það  er undir foreldrunum sjálfum komið að sjá til þess að börnin þeirra læri tungumál þeirra.Að sjá til þess að barn verði tvítyngt er ekki gert bara einn,tveir og þrír,nei það krefst mikillar þolinmæði,þrautseigju og oft á tíðum mikilla vonbrigða,en ljósið skín á endanum og barnið fer að tala hitt tungumálið eins og ekkert sé,og það eru mikil forréttindi.Ekki finnst mér nóg að börnin læri hitt tungumálið þau eiga einnig að læra um land og þjóð,og þekkja menningu og siði beggja landa.Þetta verða foreldrarnir að gera fyrir börnin sín til þess að þau veri góðir borgarar á Íslandi og einnig í hinu landinu.Joyful

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband