Fyrsti líknardauði á Spáni

þá hafa stjórnvöld  Andaluzíu héraðs á Spáni riðið á vaðið og leyft fyrsta líknardauðann. Í gærkvöldi lést 51 árs kona að nafni Inmaculada Echevarría. Hún var frá hinni frægu Máraborg Granada, þar sem hún lést.Hún veiktist þegar hún var 11 ára gömul af sjúkdómi sem lagðist á vöðvana. Hún var ekkja, maður hennar lést í umferðaslysi, hún hafði eignast einn son sem hún gaf til ættleiðingar þegar hann var aðeins fárra mánaða, þar sem hún var orðin ekkja gat hún ekki hugsað um barnið. Hún hafði frá 29 ára aldri viljað fá að deyja , vinir og ættingjar hennar vissu um ósk hennar,en formleg beiðni hennar um líknardauða lagði hún fram 20.nóvember 2006.Hún var búin að vera 20 ár rúmliggjandi og 9 ár í öndunarvél sem hélt henni lifandi.Leyfið fékkst og öndunarvél hennar var tekin úr sambandi, áður höfðu læknar hennar gert ráðstafanir til að hún fengi kvalarlausan dauðdaga.Megi hún hvíla í friði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er viða umdeilt mál og við höfum ekki þetta leifi ,kanski sem betur fer/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.3.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er má sem erfitt er að ræða um, því það er svo umdeilt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 15.3.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er eins og ég svaraði Halla, þetta er umdeilt mál, en auðvitað hlýtur það að vera hræðilegt fyirir viðkomandi að ráða ekki sjálfur hvenær hann deyr, þegar ástandið er svona.

María Anna P Kristjánsdóttir, 15.3.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband