Fermingar skeyti

Í gær ætlaði ég að senda fermingar skeyti, ég leitaði í Morgunblaðinu að blaðsíðunni þar sem nöfn allra fermingarbarna sem fermast á viðkomandi degi koma fram, og viti menn það var engin síða, ekki eitt einasta nafn. Ég fór á netið og eftir smá leit þá fann ég nafn og heimilisfang þess barns sem ég vildi senda skeytið til, ég hugsaði með mér , ef ég væri orðin svo gömul að ég þekkti ekki til internetsins og hefði enga tölvuþekkingu hvað ætti ég þá að gera? jú þá yrði ég að fá aðstoð mér yngri manneskju til að leita eftir nafni og heimilisfangi barnsins á internetinu, undir síðu Morgunblaðsins sem heitir FERMINGABÖRN. Ég get nú ekki neitað því að ég var ekki sátt við þess breytingu hjá Morgunblaðinu, af hverju er ekki hægt að hafa þetta eins og þetta hefur alltaf verið, fermingar eru jú ekki nema í vissann tíma og á vissum dögum, ekki á hverjum degi, svo það ætti ekki að saka Morgunblaðið á neinn hátt að halda uppi gömlum sið,ég vona að þeir sjái að sér og breyti þessu aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já eg rak augun vel i þetta við urðum fyrir mikklum vonbrygðum með þetta ,vonum bara Moggi taki sig á og komi með þetta aftur/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Sæl María og takk fyrir yndislegt boðskort. Mikið er drengurinn þinn fallegur!, eins og von er.  Við mætum.

Björk Vilhelmsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gaman að heyra ,já hann er fallegur drengurinn, hlakka til að sjá ykkur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.3.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband