Versnandi heimur fer.

Því miður sá ég ekki fréttina  í sjónvarpinu um þetta mál í  gærkvöldi en mér skil að það hafi verið hræðilegt að sjá grátandi börnin hrædd og óvarin.Getur verið að fólk sé svona illt ?,það þykist vera að gera góðverk,eða jafnvel heldur sig vera að gera góðverk.Hvað er ætlar þetta fólk  að gera.

Mér hryllir við tilhugsuninni,börnin eru slitin frá foreldrum í nafni góðverka jafnvel til að selja til kynlífsþrælkunar.Við vitum að úti í hinum stóra heimi þá er alltaf vöntun á líffærum,maður hefur heyrt um fátækt fólk sem hafa selt líffæri úr sér sem það má missa eins og t.d. annað nýrað,þetta fólk er að reyna að bjarga sér og fær borgað fyrir nýrað.Hugsið ykkur að heimurinn skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að selja úr sér líffæri,og að til skuli vera aðrir sem notfæra sér erfiðleika annarra.

Ég spyr sjálfa  mig,er það þetta sem átti að gera við blessuð börnin  drepa þau og stela frá þeim líffærunum og selja þau svo hæstbjóðanda.Það eru margir í heiminum með steinhjarta,þeir hugsa hvað með nokkur svört börn frá Afríku,hver mun sakna þeirra,nokkrum börnum færra.Peningar geta gert mjög góða hluti en mjög oft illvirki, eins og þetta, í þessu tilfelli hafa það örugglega samlandar sem hafa fengið borgað fyrir að útvega  börnin.Hvernig væri að þeir sem eru með steinhjarta,myndu bræða hjarta sitt aðeins og hugsa,af hverju ekki að hjálpa þessu fólki til að búa við mannsæmandi líf,byggja upp skóla, mennta börnin til þess að þau verði framtíð landsins,er það ekki sem við viljum öll hér og annarstaðar,af hverju ekki líka í Afríkuríkjum.

 


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það skiptir ekki máli hvora hlið við hér á Íslandi skoðum málið,því einhverjum öðrum úti í hinum stóra heimi virðist þykja þörf að skoða málið enda er búið að handtaka þau öll.Ég veit vel að það eru miklar hörmungar í Chad,en börnin eru sögð vera munaðarlaus en svo virðist ekki vera.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ef þau eru að gera gott,þá á það örugglega eftir að koma í ljós,eins og ég segi það skiptir í raun ekki hvað við á blogginu segjum,málið á eftir að vera rannsakað og það er meginmálið.En ef þú lest bloggið hjá mér þá er ég ekki að kalla einn né neinn illum nöfnum,ég er með spurningar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband