Óþolandi afskiptasemi !

Hvað er að Bandaríkjamönnum,halda þeir virkilega að þeir hafi neitunarvald hvar sem er í heiminum.Hvað kemur það þeim við hvort Íslenskt flugfélag flýgur til Kúbu eða ekki.Eru Flugleiðir ekki búnir að borg fyrir vélina,hún er í þeirra eign.

Bandaríkjamenn halda væntanlega að allt sem er mitt sé þeirra líka,allavega vilja þeir hafa það þannig,og það er auðséð að það er ekki bara olían sem þeir vilja stjórna í heiminum einnig flugi.

Ég held að þeir ættu að líta sér nær og reyna að stjórna því sem þeir þurfa að stjórna á heimaslóðum,ég er nær örugg á því að á ýmsum málum er mikil  þörf að taka á.

 

 


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi það nú!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hvenær ætla þeir sem ráða í Amríkunni að átta sig á að vandamálin þeirra eru heima en ekki í öðrum löndum. Hvernig var þetta með bjálkann og flísina...? Ég bara vona að almennileg manneskja komist til valda þarna næst, t.d. einhver með hjarta

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Guðmundur svo hafa bandaríkin flesta borgara í fangelsi á höfðatölu. yep...fór frá 500 þúsund upp í 2 milljónir á 12 árum, á sama tíma og stórfyrirtæki fóru að reka fangelsi og rukka ríkið fyrir að hýsa þá.

Það er kominn tími til að stjórnvöld í Washington sætti sig við að þau glötuðu yfirráðum sínum á Kúbu og að þau hætta að refsa Kúbversku þjóðinni fyrir að sitja upp með sjálfskipaðan einræðisherra.

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flugvélar hafa íslensku fyrirtækin keypt á kaupleigu sem kallað er. Þannig eru þær ennþá ekki komnar í eigu félagsins. Annað hvort er þá eitthvert kaupleigufyrirtæki í bandaríkjum Ameríku, eða Boeing sjálft, sem er í raun formlegur eigandi vélanna. Þar með er Boeing óheimilt að eiga viðskipti við Kúbu í gegn um þessar vélar, að viðlögðum refsingum, þó svo að um visst eignarhald íslenska félagsins sé að ræða á vélunum. Þannig fellur eignarhald bandarísks félags á flugvélunum undir lög sem banna bandarískum fyrirtækjum að eiga viðskipti við Kúbu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Guðmundur:þú segir það sem ég þorði ekki að segja.Ég gæti sagt svo margt sem ég heyri í minni vinnu,en ég hef ekki leyfi til þess.

Ragnhildur:Ég held að Bandaríkjamenn haldi sig vera það allra besta sem til er.

Predikarinn:Ef þetta er rétt sem þú segir ég rangi það ekki,þá verð ég að segja að erfitt er að eiga í viðskiptum við Bandaríkjamenn,því ef þeirra lög ná til þeirra sem stunda viðskipti við þá,þá geta þeir stjórnað ansi miklu í heiminum.

Jón Þór: Castró karlinn er orðinn svo gamall,um leið og hann fellur frá þá verður Kúba eins og önnur lönd án einræðisherra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Kristján Magnús Arason

"Castró karlinn er orðinn svo gamall,um leið og hann fellur frá þá verður Kúba eins og önnur lönd án einræðisherra."

Ég myndi nú ekkert vera of viss um að það gerist af sjálfu sér.  Það er nú ekki langt síðan var rætt um þann möguleika að hann væri að deyja.  Þá var búist við því að yngri bróðir hans myndi taka við völdum og hann ku víst vera öllu verri en Fidel, ef eitthvað er.  Þannig er nú mannskepnan, að þeir sem hafa völd (að ég tali ekki um einræðisvöld) eru ekki mjög gjarnir á að afsala sér þeim.

Kristján Magnús Arason, 20.11.2007 kl. 14:10

7 identicon

frekjuhundarnir ojojoj ég held samt að Castro toppi ekki Bush...verð nú bara að segja það.

alva (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:08

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kristján Magnús,það er reyndar rétt hjá þér,að Castró setti yngri bróðir sitt í embætti einræðisherra,og það í raun segir manni að þegar karlinn fellur frá þá verður hann búinn að finna eftirmann sem mun stjórna eins og hann sjálfur,og ætli það verði ekki yngri bróðirinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband