Köld hjörtu, kaldir foreldrar,eða óhæfir foreldrar!

Hvernig geta þau gert sér og stúlkubarninu þetta,að ættleiða barn og ala það upp í sjö ár og skila því til baka vegna þess að það aðlagast ekki hollensku samfélagi og siðum,það er eitthvað að þessu fólki.

Ef fólk tekur ákvarðanir að ættleiða börn frá öðrum löndum þá verða það að gera vel upp sinn huga áður en þau taka þetta stóra skref og taka öllum þeim erfiðleikum sem því fylgir.Þau eiga einnig að njóta þeirrar ánægju að vera foreldrar,því það hefur verið megin tilgangur þeirra með ættleiðingunni.

Börn eru bara börn og sama hvar þau eru,þau samlagast því þjófélagi sem þau alast upp í,en ef þessi litla stúlka hefur ekki samlagast þá er það væntanlega foreldrunum að kenna,þau hafa ekki sjálf aðlagast þjóðfélaginu með barn sem lítur öðruvísi út en þau sjálf,ef þau ganga um með barn frá Asíu þá veit almenningur að þetta er barn sem hefur verið ættleitt,og kannski er það sem er að,þau hafa ekki haft nógu sterkar herðar til að bera þá ábyrgð að vera öðruvísi.

Ég vona bara að blessað fólkið sjái sig um og ákveði að vera foreldrar í raun þessarar litlu stúlku,ég vorkenni þeim fyrir að taka þessa ákvörðun því þau eiga eftir að lifa með hana alla æfi og það getur ekki verið létt.


mbl.is Reyna að lægja reiðiöldu vegna ættleiðingarmáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

María Anna, ég veit það satt að segja ekki, kannski er barnið betur komið hjá öðrum foreldrum? Fyrst það voru svona mikil vandamál sem þau treystu sér ekki til að axla? Kannski fær litla stelpan núna foreldra sem geta axlað vandamálin?

Oft held ég að foreldrar vildu geta leyst málin með því að skila börnunum sínum, eitthvert. Sumir foreldrar skilja börnin sín eftir, í andlegum skilningi, og þau alast upp við ástleysi, þó svo eigi að heita að þau séu hjá þeim. Ég held ekki að það sé neitt betra en að gera það sem þessir foreldrar gerðu. Kannski var þetta einfaldlega það heiðarlegasta sem þau gátu gert, fyrst þessi möguleiki var á annað borð fyrir hendi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú sennilega er þetta það heiðarlegasta sem þau gátu gert,en ekki gott að mínu mati.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.12.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Manni finnst ef barnið er andlega heilbrigt og var ættleitt svona ungt að það sé undarlegt að það gangi svona illa að mynda tengsl. Annað hvort er eitthvað að barninu eða foreldrunum. Ég held að hæfir foreldrar geti oftast mótað heilbrigð börn sín í þá átt sem þau vilja sjá þau stefna, að minnsta kosti þangað til þau komast á unglingsár. Kannski eru þessir foreldrar einfaldlega ekki hæfir uppalendur, þá er barnið betur komið annars staðar.

Það kemur fram að þau voru búin að fá fjölskylduráðgjöf og að félagsráðgjafar o.fl. höfðu ráðlagt þeim að láta barnið í tímabundið fóstur. Þau eiga fleiri börn sem ekki virðast vera vandamál með, svo kannski er eitthvað að barninu? Ég held að við getum ekki dæmt um þetta svona af afspurn.

"Um mitt síðasta ár voru þau hvött til þess af læknum, félagsfræðingum og ættleiðingarskrifstofunni að koma stúlkunni í tímabundið fóstur, samkvæmt frétt  De Telegraaf.

„Þrátt fyrir að sérfræðingar telji núna að það séu engar líkur á því núna að Jade komi aftur heim þá gefum við ekki upp vonina. Við gerum okkar besta til að finna lausn á vandamálinu og að hún eigi eftir að finna hamingjuna," skrifar Poeteray í tilkynningu til fjölmiðla."

Verst að talið datt út hjá báðum austurlandabúunum sem töluðu, svo ég veit auðvitað ekkert hvað þau sögðu. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég er mjög sammála þér María. En allt frjálsræðið sem er í Hollandi ? Er þetta ekki nokkurskonar afleiðing, allt mögulegt.  Þarna er ábyrgðarleysi í upphafi, vanhugsað, þrátt fyrir öll kerfin, félagsráðgjafa og allt gott fólk.

   Því miður veit ég af svona dæmi hér á Íslandi, að vísu náði tíminn ekki sex árum hjá þeim hjónum, en það var slæmt samt fannst mér.

   En eins og þú veist er oft hægara um að tala en í að komast, stendur það ekki einhversstaðar.??

   Ég vona bara að þetta sé einsdæmi í Evrópska heiminum.

Sólveig Hannesdóttir, 18.12.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband