Þyrnirós vaknar af værum draumi !

Það er sérlega ánægjulegt að vita að nú eigi að úthluta fjármunum í öldrunarmál,og þá sérstaklega gleðilegt að 18 milljónir til dagvistunarmála heilabilaðra,þar sem ástandið í þeim málum eru mjög slæm.

Að vera heilabilaður blekkir marga.Alzheimer sjúkdómur er blekkingar sjúkdómur og blekkir bæði fjölskyldu og aðra.Af hverju segi ég blekkingar sjúkdómur,jú það er vegna þess að sjúkdómurinn sést ekki á sjúklingnum,viðkomandi sjúklingur getur litið út eins og fullfrísk manneskja og verið í einhvern tíma stálhraust á líkama, en svo tekur allt að gefa sig.Þegar einhver vinur hittir heilabilaða manneskju þá gerir hann sér ekki grein fyrir að viðkomandi er sjúk manneskja,fyrr en byrjað er að tala við sjúklinginn,þá getur hann ekki gefið greinagóð svör,svo smátt og smátt missir hann alveg færnina að tala,síðan hverfur færnin á flestur sviðum smátt og smátt,viðkomandi sjúklingur verður algjörlega háður maka eða þeim sem stendur honum næst.

Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ekki hefur verið  fyrr lagt meiri fjármuni í byggingu dagvistaheimila og langtíma vistunarheimili.Það er vegna þess að sjúklingurinn blekkir óafvitandi,það halda margir að viðkomandi sé ekkert veikur og þurfi ekki á aðstoð að halda,en raunin er önnur,allt önnur.Góður prestur sagði í sjónvarpsviðtali um föður sinn,að sjúkdómurinn væri HIN LANGA KVEÐJUSTUND vegna þess að við erum alltaf að kveðja nýjar og nýjar stöðvar sem áður voru sjálfsagðar en hafa einfaldlega horfið frá sjúklingnum,og við verðum að læra að lifa við það.


mbl.is Stykjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Mjög vel orðað og lýsir þessum sjúkdómi mjög vel. Hvatning og kveðja frá mér,

Sigrún Óskars, 31.1.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu María/það þarf að styrkja þetta vel/ engin veit betur en sá sem reynt hefur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.1.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir bæði tvö.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.2.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur, María Anna. Vonandi finnst lækning á þessum sjúkdómi með tímanum, en þangað til þarf að hlúa miklu betur að sjúklingum og aðstandendum, heldur en gert er í dag.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þakka þér fyrir Gréta mín,þetta er bara voðalegur sjúkdómur eins og allir sjúkdómar en þessi er aðeins öðruvísi af því að það sést ekki á sjúklinginum fyrr en mjög seint á sjúkdómsskeiðinu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.2.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það er svo mikilsvert að þolendur vandræða í heilbrigðiskerfinu láti virkilega heyra í sér. Umræður um málin, sem koma frá ættingjum er mjög mikill þrýstingur. Við eigum bara ekkert að samþykkja þetta ástand.

Sólveig Hannesdóttir, 2.2.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband