Fatastærð 8-10 fyrir konur,óraunsætt.

Ég vil ekki mæla með fitu né offitu,en það segir sig sjálft þegar við erum orðin fullorðin þá getum við ekki verið í sömu þyng eins og við vorum í þegar við vorum unglingar.Beinagrindur hafa hingað til ekki þótt  fallegar né sexí.Konur og menn sem eru með smávegis utan á sér er hið besta mál, það er ekkert ljótt við það.En við verðum vissulega að gæta hóf í mat og drykkju og passa uppá að hafa passlega hreyfingu. 

Ofdýrkun á of grönnum sýningarstúlkum er stórhættulegt fyrir ímynd unglingsstúlkna og pilta.Á meðan unglingar eru að vaxa úr grasi er sjálfsmynd þeirra ekki fullmótuð,og á meðan það er verið að hamra sífellt á fegurð og glæskileika einhvers ákveðins hóps þá er hinn hópurinn óánægður með sjálfan sig,og yfirleitt að ástæðulausu.

En svo er líka annað mál og það er matarræði okkar,það hjálpar örugglega ekki alltaf til.Ég er sannfærð um að meira er borðað af ruslfæði en gert var fyrir einum 30 árum.Skyndibitastaðir voru varla til á þeim tíma,svo ekki var farið að kaupa pizzu eð McDonalds.

Ég man eftir því þegar ég var unglingur að vinna í matvöruverslun föður míns,þá fékk ég mér sælgæti og kók,ég lét kókið duga mér allan daginn,ég fékk mér sopa og sopa yfir daginn og þetta var stærri flaskan af glerflöskunum,en í dag þamba ég meira kók en ég gerði í þá daga,svona hefur tíminn breyst.

 

 


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Svo er nátturlega þetta rotvarnarefni og bindiefni sem er sprautað inn í nánast allar vörur svo sé hægt að búa til meira í einu. Það hefur slæm áhrif á líkaman, og maður getur ekki melt þetta eins vel og hreinan mat. 
venjulega er líkaminn 3 daga að melta fæðu og ef hann fær bara ruslfæði með rotvarnarefnum og bindiefnum þá er líkaminn lengur að því, og ef maður fær sér annan hvern dag rusl fæði þá seigir sér sjálft að maður fitnar.

Ráðið er að bjóða upp á lífrænt ræktaðan skyndibita.

Heiðrún Klara Johansen, 6.4.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég tala nú ekki um rotvarnarefnin,og sykurinn sem er í öllu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það geta allar konur verið flottar skiptir ekki máli stærð né lögun.Aðalatriðið er að þær nái því besta fram. Og vera stoltar af því sem þær hafa.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.4.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Við erum bara bestar aðeins mjúkar maður verður líka að hafa smá forða til mögru áranna Ég var grindhoruð og veik í nokkur ár. Ég fékk þvílíkt hrós fyrir hvað ég leit vel út Ef ég vogaði mér að segja að ég væri að reyna að fitna (hætti því fljótt) þá fékk ég skammir af því ég væri vanþakklát! En mér tókst að fitna og er bara þakklát fyrir það. En það er náttúrulega betra að geta keypt föt í réttri stærð, frekar pirrandi að fara í fatabúðir.

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Smá línur hér og þar er flott.Ég tek undir það sem Anna Ragna segir vera stoltur af því sem við höfum,og eins og þú segir Ragga kaupa föt í réttri stærð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband