Listaháskóli við Laugaveg ???

Ég hef  verið erlendis undanfarið og ekki fylgst vel með umræðunni um listaháskóla við Laugarveg,en eftir því sem ég get best séð þá skil ég ekki þessa staðsetningu.Ég spyr sjálfa mig hvað á listaháskóli að gera á þröngri lóð við Laugaveginn ?

Ég var að lesa gamla Mogga,og rakst á ágætis grein frá 10.ágúst bls, 33 og er greinin eftir Samúel T Pétursson og heitir "Listaháskóli við Hlemm". Þar talar hann um lóðina þar sem lögreglustöðin stendur nú,en mun þurfa annað húsnæði í framtíðinni.Ég segi fyrir mig að ég væri mjög ánægð með staðsetningu listaháskóla við Hlemm,þar er nóg pláss, hægt væri að byggja við stöðina eða einfaldlega rífa hana niður,þar er strætó við næsta leiti og nálægði við miðbæinn mikil.Að fá listaháskóla á lóðina við Hlemm væri mikil lyftistöng fyrir þetta svæði og miðbæinn í heild.Það sama er ekki hægt að segja um staðsetningu við  Laugaveginn,þar yrði að púsla húsinu saman á þröngri lóð,það yrði sorglegt að leyfa ekki fallegri byggingu að njóta sín á góðri lóð.

Ég styð þessa tillögu og vona til þess að hún verði tekin til athugunar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband