Er þetta sæmandi fyrir forsetaframbjóðenda ?

Nei það finnst mér ekki,og langt frá því að vera málefnalegt.Ef þetta er það sem Bandaríkjamenn eru að kjósa yfir sig þá vorkenni ég þeim.Að nota svín og úldinn mat sem myndlíkingu er fyrir neðan allar hellur,og ég skil ekki hvernig hámenntuðum manni dettur í hug að láta svona út úr sér.Hann er kannski að sýna best með þessum orðum,vanhæfni sína sem ræðumann.Það er ekki nóg að koma með allskonar frasa (setningar) sem Kaninn klappar, æpir og gólar af ánægju yfir,þ.e.a.s. hópsefjun.Það verður held ég að vera einhver hugsun á bakvið,yfirvegun og traust framkoma,það finnst mér Barack Obama vanta,en nóg af slagyrðum slengt fram.
mbl.is Sakaður um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að byrja á að gagnrýna þessa frétt þar sem að hún er hlutdræg og heimskuleg, Barack Obama var ekki að segja að Sarah Palin væri svín með varalit, hann var að tala um hagkerfi John Mccain's.

Hann sagði að hagkerfi John Mccain væri allveg eins og hagkerfi George Bush, nema það væri bara búið að láta lýta út fyrir að það væri öðruvísi, þess vegna sagði hann að þótt að þú mundir setja varalit á svín, væri það enþá svín. 

Málið var að Sarah Palin sagði þetta ;"What's the difference between a hockey mom and a pit bull? Lipstick!". Þannig að þegar Barack Obama notaði þetta sama orðatiltæki, gáfu repúblíkanar út auglýsingu sem sagði að Barack Obama væri með kvenfyrirlitngu.

Og afhverju gera þeir það? vegna þess að þeir vita að ALLIR fjölmiðlar  munu vitna í það, sem veldur því að fólk sem veit ekkert um þessar kosningar, eins og þú sjálf, tekur það til sín og trúir því, og það gefur að sjálfsögðu repúblíkönum fleiri atkvæði.

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Á  NETIÐ OG REYNIR AÐ SEGJA EITTHVAÐ GÁFULEGT UM HLUT SEM ÞÚ VEIST EKKI NEITT UM.

Takk fyrir. 

Sigurbjartur Sturla Atlason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 04:54

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Sigbjartur takk fyrir athugasemdina,en lestu fyrst það sem ég sagði áður en þú kemur með athugasemd.

Ég er alls ekki að segja að Obama sé að tala um Palin,mér finnst þessi myndlíkin ekki málefnaleg,og ég er ekki hrifin af ræðumönnum eins og honum það var allt og sumt,og ekki hrifin af hópsefjun eins og oft er í Bandaríkjunum.

Talandi um,að  segja eitthvað gáfulegt,erum við ekki öll að  reyna það, ekki síst þú. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.9.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband