Takk Færeyjar,takk Noregur og takk Pólland !

Ég hef aldrei orðið eins áþreifanlega vör við hvað við stöndum ein,alein,mitt á milli Ameríku og Evrópu,við tilheyrum engum.Í einmannaleika okkar er ekki hægt annað en að gleðjast þegar óumbeði hafa Færeyjar,Pólverjar og Norðmenn boðist til að lána okkur og eiga þeir mikla þökk skilið,á meðan aðrar þjóðir eru að skjóta okkur  sökkvandi skipið í kaf.Það hefur ekki hingað til þótt drengilegt að níðast á minnimáttar sem við erum svo sannarlega núna þessa stundina,og ef það er rétt sem maður les í blöðunum að Bretar og Hollendingar ásamt öðrum þjóðum eru að beita áhrifavaldi sínu til að koma í veg fyrir lán  til okkar frá Alþjóðagjaldaeyrissjóði,þá mega þessi lönd svo sannarlega skammast sín,þetta er lúalegt bragð.

Mikið hefur verið rætt um Evrópusambandið og evru,ég held að það sé ekki nein spurning að þetta er framtíð Íslands,því við getum ekki staðið svona alein mikið lengur án stuðnings frá vinarþjóðum.

Það er mikil reiði í þjóðfélaginu, sem er mjög skiljanlegt,við horfum frammá miklar hörmungar næstu árin,ég vona bara að stjórnvöld hugsi um þá sem eru að missa vinnu og jafnvel að missa heimilin sín það er nokkuð sem ekki má gerast,heimilin er griðastaður fólks og það þarf að koma í veg fyrir slíkt.Við megum ekki missa von,við eigum eftir að komast yfir þetta ástand á ný, við höfum alltaf gert það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er alveg sammála þér; við megum ekki missa vonina enda engin ástæða til. Við getum alveg náð okkur uppúr þessu eins og öðru og lærum kannski eitthvað í leiðinni. Reiðin er eiginlega það sem ég er hræddust við. Það er það versta sem við gætum gert að festast í reiði og biturð, þá fer bara öll orka í það í stað þess að nýta kraftinn í að byggja upp. Vonin og trúin á að við gerum betur í næstu tilraun er það sem virkar, ekki satt

Bestu kveðjur og knús.

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er alveg sammála þér ,við megum ekki láta reiði stjórna okkar lífi þessa daga.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst það góðar fréttir að nú er kominn hingað 400 manna hópur af venjulegum, hollenskum borgurum til að kanna málin. Eins og einn þeirra sagði - betra en að sitja reiður og sár hinum megin við hafið og vita ekkert hvað er að gerast - könnumst við hér heima annars eitthvað við þá stöðu? Vonandi tekst þeim að fá einhvern botn í sín mál og komast á snoðir um hvað varð af peningunum. Gufuðu þeir upp? Eða sitja þeir á bankareikningum á hinum og þessum krummaskuðum um veröldina?

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur og knús

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband