Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hvað með konur,þurfa þær líka pössun.

Ég held nú að það verði ekki margir karlmenn sem láta sjá sig í þessu pabba pössunar herbergi,ég geri ráð fyrir að þeir hafi meiri sómatilfinningu en það að láta sjá sig í slíkum geymslum.Ef konur fara að versla þá held ég að þær séu oftast að versla fyrir heimilið.Hvað eiga þær að gera, láta allt lönd og leið og setjast í sér herbergi fyrir konur og  horfa á Dr.Phil og karlarnir í öðru sér herbergi að horfa á boltaleiki.Hver á að sjá um innkaupin,er ekki best að þau geri það í sameiningu þegar þau geta.Wink Whistling
mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að taka á málunum !

Þetta er nákvæmlega í anda þess ég ég vil,láta óprúttna unglinga hreinsa upp eftir sig.Ég held að þetta sé eina leiðin til að þeir hætti skemmdarstarfsemi í borginni,bara láta þá hreinsa nógu mikið á öllum tímum,þetta væri  þá þeirra leið til að greiða fyrir skemmdarverkin.Að láta óharðnaða unglinga í fangelsi eða á upptökuheimili getur varla verið til góðs.Það þarf að fara aðrar leiðir,til að koma þeim í skilning um hvað bíður þeirra ef þau halda áfram á þessari braut.

Enginn unglingur er alslæmur,það leynis alltaf eitthvað gott í hverjum unglingi,það þarf bara að grafa aðeins dýpra hjá sumum til að finna hið góða,en með góðri aðferð þá tekst það.Það er allavega mín skoðun.


mbl.is Gert að hreinsa upp glerbrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið hvað er að gerast í Madelaine McCann málinu !

Það er komin deyfð í þetta mál,og er ekki lengur á forsíðum stórblaðana,en samt sem áður heldur rannsóknin einkvað áfram.Portúgalskir lögreglumenn ætla til Bretlands,væntanlega til að athuga betur með þau sönnunargögn sem þeir hafa á milli handanna.Sjá eftirfarandi slóðir á spænsku og ensku:

http://www.elmundo.es/elmundo/2007/11/28/internacional/1196240813.html

http://news.sky.com/skynews/article/0,,91210-1294678,00.html


Skemmdarfík unglinga !

Ég vaknaði í nótt um kl 04:30 við gífulegan hávaða fyrir utan húsið hjá mér,ég var fljót út í glugga því ég hélt að það væri verið að ráðast inn í kyrrstæða bíla,nei ekki aldeilis.Það sem ég sá voru tveir ungir drengir á milli 15-16 ára gamlir á fullu að brjóta glerið í strætóskýlinu sem stendur fyrir utan húsið hjá mér,þeim tókst allavega að brjóta tvö gler.Ég var fljót í símann og lét vita af þessu.

Það sem ég spyr sjálfa mig,hvað eru unglingar á þessum aldri að gera um kl 04:30 aðfaranótt þriðjudags,ættu þeir ekki að vera heima hjá sér sofandi ? Þurfa þeir ekki að mæta í skólann á morgnana? Hvernig er með foreldrana vita þeir ekki hvað börnin þeirra eru að gera og fylgjast þeir ekki með því hvort unglingurinn þeirra séu heima í rúminu sínu ?

Þegar unglingur er staðinn að verki við slíka skemmdarstarfsemi,þá finnst mér að það ætti að setja þá í vinnugalla frá borginni helst merkta ÉG BRAUT GLERIÐ,og láta þá hreinsa upp eftir sig í návist allra.Ég veit ekki hvort þessi aðferð dugi til að fá unglinga sem haga sér svona til að hugsa og skammast sín,en það  mætti reyna.Shocking

 


Er einhver hissa á því !

Þegar sápukúlur eru blásnar upp þá springa þær fljótlega,er það ekki það sem er að gerast núna í Íslensku þjóðfélagi.Margar sápukúlur hafa verið blásnar upp síðastiðin ár,og nú eru þær að springa.

Þær haf ekki verið blásnar upp með öryggi til þess að gera gott fyrir þjóðfélagið í heild,aðeins fyrir nokkra einstaklinga og það gengur ekki til lengdar.

Ég er svo gamaldags í hugsun,ég hef alltaf haldið að þegar við fjárfestum í einhverju þá þurfum við að eiga viss mikið að reiðufé til að leggja fram síðan gera áætlun hve mikið við getum greitt á mánuði til að gera raunhæfa fjárfestingu.Ég held að ekki fari vel að fjárfesta eingöngu með lánsfé,þá springur sápukúlan.


mbl.is Hafa misst trúna á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÁÐKVINNA OG RÁÐHERRA !!

Ég er hrifin af þessu frumvarpi sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram um að orðið ráðherra yrði breytt,svo að konur yrðu ekki kallaðar herra.Orðið Ráðherra má segja að sé stöðutákn,og eigi fyrst og fremst við þá virðingastöðu sem viðkomandi einstaklingur gegnir,en enga að síður er ekki ástæða á 21 öldinni að kalla konur herra.

Orðið ráðherra er ekki eina orðið í íslenskri tungu sem þetta á við,en í dag eru breyttir tímar og það þarf bara að gefa þessu tíma og breyta því smátt og smátt.

Ég vil koma með tillögu,ég legg til að við höldum orðinu RÁÐHERRA fyrir karlmenn, en fyrir kvenmenn RÁÐKVINNA.

 


Hvar er Madelaine litla,rannsók að hætta.

Nú á að hætta rannsókn á hvarfi Madelaine litlu,kannski engin furða ég hef lesið frétt  þar sem sagt er frá því að  yfir 200 börn hafa horfið síðan í maí í Portúgal og öll fundist nema Madelaine litla.Ennfremur eru foreldrarnir komnir með sérstaka rannsóknarnefnd,til að rannsaka málið.Frá fyrsta degi hafa komið nýjar og nýjar ábendingar frá foreldrunum um hvar telpan gæti verið,núna síðast að hún væri á lífi í Marokkó,hver veit.Best að Bretar taki rannsóknina í sínar hendur,þeir hafa aldrei treyst Portúgölum til að finna barnið.
mbl.is Rannsókn á hvarfi Madeleine brátt hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá,svífa um í heimi óraunveruleikans.

Þetta er ekkert smá hópur sem ánetjast eiturlyfjum,og því miður virðist alltaf vera fleiri og fleiri sem falla fyrir þessu.

Oft spyr ég sjálfa mig,hvað gerir það að verkum að ungir gamlir, eldgamlir,konur og karlar ánetjast þessum viðbjóði.Hvernig stendur á því að þetta fólk vill lifa í heimi óraunveruleikans.Er lífið svona slæmt hjá sumum að ekki sé möguleiki fyrir þá að horfa réttum augum á hið raunverulega líf,sem oft á tíðum er síður en svo skemmtilegt?

Á líf alltaf að vera skemmtilegt,þurfum við ekki að ganga í gegnum allskonar raunir til að geta lifað lífinu? Er það ekki einmitt aðalskemmtunin, að geta tekist á þær raunir sem á herðar okkar er lagt,og sigrast á þeim,það tekst ekki alltaf en mjög oft,og þegar sigurinn er unninn þá ætti okkur að líða vel í heimi raunveruleikans.Það er þetta sem okkur er ætlað,ekki að flýja á vit eiturlyfja, sem gerir ekkert annað en að skapa óraunverulegan heim og óhamingju hjá viðkomandi einstaklingi og þeim sem stendur honum næst.


mbl.is 4,5 milljónir Evrópumanna notuðu kókaín á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsisvist fyrir fyrrverandi forseta ?

Ég var að hlusta á fréttir um þetta mál i spánska sjónvarpinu,þar kom fram að Jacques Chirac fyrrverandi forseti Frakklands,hafi sem borgarstjóri verið með hina og þess á launaskrá án þess að viðkomandi launþegi hafi dýft hendi í kalt vatn. Þetta voru vinir og fjölskyldumeðlimir,og kunningjar sem hjálpuðu honum í kosningabaráttunni við að komast að sem borgarstjóri Hin launuðu störf voru einfaldlega ekki til.Ef þetta er rétt þá á hinn umdeildi fyrrverandi Frakklandsforseti yfir sér allt að 10 ára dóm og fangelsisvist.
mbl.is Formleg rannsókn á fjármálum Chirac
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi afskiptasemi !

Hvað er að Bandaríkjamönnum,halda þeir virkilega að þeir hafi neitunarvald hvar sem er í heiminum.Hvað kemur það þeim við hvort Íslenskt flugfélag flýgur til Kúbu eða ekki.Eru Flugleiðir ekki búnir að borg fyrir vélina,hún er í þeirra eign.

Bandaríkjamenn halda væntanlega að allt sem er mitt sé þeirra líka,allavega vilja þeir hafa það þannig,og það er auðséð að það er ekki bara olían sem þeir vilja stjórna í heiminum einnig flugi.

Ég held að þeir ættu að líta sér nær og reyna að stjórna því sem þeir þurfa að stjórna á heimaslóðum,ég er nær örugg á því að á ýmsum málum er mikil  þörf að taka á.

 

 


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband