Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nýtt um Madelaine McCann litlu !

Lesið sjálf slóðina fá Sunday Mirror,þar kemur ýmislegt nýtt fram frá sjónarmiði Breta sjá slóð:

ttp://www.sundaymirror.co.uk/news/sunday/2007/11/18/madeleine-alive-we-re-100-certain-98487-20123788/

 


Lögrelgan á hrós skilið, fyrir að taka á þessu máli.

Ég gerðist forvitin og fór inn á þessa síðu,þvílíkur viðbjóður.Hvernig getur nokkur maður álitið einn kynstofn betri en annan, ég bara spyr ? Hafa verið gerðar einhverjar fræðilegar rannsóknir á því ? Og hver segir að við hvítingjarnir séum stórkostleg ?

Fyrst  ég er að spyrja þá held ég áfram,hvernig kynstofn er það sem getur gert svona síðu,er það ekki kynstofn sem heldur sig vera hátt yfir aðra kominn,er með kalt hjarta og auma sál.


mbl.is Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er úthugsað glæpagengi !!

Það ætti að vera nóg vinna á Spáni fyrir þessa rúmlega 40 Rúmena sem sest hafa að í Tarragona á Spáni,en í stað þess að leita sér að vinnu og þéna sömu laun og aðrir þá velja þeir, leið glæpanna.

Það er með ólíkindum hvað glæpamenn geta verið útsmognir,glæpirnir eru úthugsaðir út í ystu æsar,að framleiða kreditkort í stórum stíl það þarf nú hugvit og stolna peninga til þess.

Sorglegt er af því að vita að þetta glæpalið skuli ekki eyða tíma sínum í eitthvað betra en þetta.Ég held að þeir (þau) ættu að prufa að setjast á skólabekk,með þennan útsmogna hugsunar hátt er ég viss um að þeir gætu nýtt hann vel í námi og komið sér vel fyrir sem venjulegur þegn í hvaða þjóðfélagi sem er.En hugur þeirra yrði að breytast,það yrði erfitt verkefni.

Nei því miður,þetta lið velur auðveldustu leiðina til að afla peninga,síðan lifa þeir í alsnægtum og blekkingum í smá tíma þar til lögreglan kemst upp um þá.Eftir það bíður þeirra þessi fína fangelsis vist,nokkuð sem þeir hafa unnið að stóran hluta ævi sinnar.Þeir hljóta að vera voða glaðir með afrek sín um ævina.BanditPolice

 

 


mbl.is Kreditkortaframleiðsla stöðvuð á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir leyfa gistingu í hesthúsi !!!

Við skulum ekki dæma þá útlendinga of hart sem búa á þessum stöðum,þetta er oft fólk sem ekki er vant sömu þægindum og við hér á Íslandi,þeir koma hingað til að vinna og þéna peninga til að geta séð sér og sínum farboða í sínu heimalandi.

Nú kemur stór spurningin,hver leyfir slíka gisting fyrir þetta fólk ? er það ekki einmitt þar sem þarf að taka á málunum.Hverjir leyfa sér að bjóða þessu vinnufólki gistingu í afdala hesthúsi ?

Eru það vinnuveitendur? Ég veit það ekki,eru það kannski eigendur hesthúðana ? Ég veit það ekki heldur.Eina sem mig grunar er að þessir vinnumenn geta ekki greitt þá húsaleigu sem er á markaðinum í dag,því ef þeir gætu það þá þyrftu þeir ekki að koma til Íslands til að vinna.

Ef við Íslendingar þurfum á erlendu vinnuafli að halda þá verð ég nú að segja að okkur ber skilda til að bjóða þetta fólk velkomið og búa þannig í haginn að þeim líði vel hér.Ef við hugsum örlítið í okkar eigin barm,mörg af okkur höfum verið erlendis bæði við vinnu og nám.Hvað er það fyrsta sem við gerum,jú, við reynum að koma okkur sómasamlega fyrir og búa okkur til heimili. Heimili er nokkuð sem okkur er öllum nauðsyn,og það er sama í hvaða þjóðfélagsstétt við erum og af hvaða litarhætti,þetta ættu þeir að hafa í huga þeir sem leigja þessum vinnumönnum afdala hesthús.

 

 

 


mbl.is Útlendingar búa alls staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er verið að setja plástur yfir sárið !

Nú er ég aldeilis hissa,á nú að fjölga bílastæðum á meðan húsnæðið sem innanlandaflug býr við er til háborinnar skammar.Ég held að það sé bara til að ýfa upp sárið og setja plástur yfir.

Mín óskastaða væri að færa húsnæðið fyrir innanlandsflug yfir þeim megin sem Hótel Loftleiðir er og byggja nýja samgöngumiðstöð,það er nóg pláss á því svæði.Háskólinn í Reykjavík er byrjadaður að byggja á þessu svæði og af hverju ekki að bæta við samgöngumiðstöð.

Innanlandsflugvöllur þjónar ekki bara landsbyggðinni,frá þessum flugvelli fara flug til Grænlands og Færeyja.Þegar ég var barn þá var utanlandsflug farið frá Reykjavíkur flugvelli,og þá fannst mér allt í sambandi við flugið og flugvöllinn svaka flott.Ég er nú ekki ein af þeim sem nota innanlandsflug mikið en ég fór í vor til Færeyja,ég var ekkert lítið hissa þegar ég sá að flugstöðvarbyggingin sem ég sá í hyllingum sem barn hafði nær ekkert breyst og það eru nokkuð mörg ár síðan,byggingin er barn sína tíma og í velferðaþjóðfélagi sem þessu er varla hægt að bjóða uppá slíka aðstöðu.Ég skora á borgarstjórann að taka til höndunum og byggja nýja flugstöðvabyggingu hinu megin við flugvöllinn.


mbl.is Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill hjálpa mér að ráða þessar gátur !!

Ég hef gaman af gátum en er ekki aldeilis dugleg við að ráða þær,hér koma nokkrar:

Allir vilja eiga mig og að mér henda gaman niður við mig setja sig og sýna mig þá að framan.1.

Á  ári hverju einu sinni alla menn ég sæki heim þa´sem ei mig eiga í minni ég óvörum finn og hverf frá þeim.2.

Á björtum degi ei birtis lýð bragnar sjá þá eigi en um nætur alla tíð er hún ljós á vegi.3.

Á fjórum stend ég fótum á fangi sný að sveinum háir og lágir lúta mér ég lýt þó aldrei neinum.4.

 

 

 

 

 

 


Enska jólakakan er í ofninum að bakast.Smá hugleiðingar.

Ég vaknaði upp í morgun í bökunar stuði.Enska jólakakan er í ofninum,ég hef bakað sömu uppskrift í mörg ár,ég reyndar ætlaði að breyta til og var í allt gærkveldi að reyna að finna aðra uppskrift sem mér leyst vel á en allt kom fyrir ekki,ég notaði góðu gömlu uppskriftina með fullt af ávöxtum,hnetum og allskonar góðgæti.Það er svo skrítið,ég drekk aldrei áfengi vegna þess að ég held að það sé vont,en þegar desember nálgast þá verð ég alltaf að eiga mitt koníak,og sherry. Það eru einu skiptin sem ég fer á fyllirí,það er þegar ég fæ mér bita af jólakökunni minni og gæði mér á konfektinu sem ég bý til,þá spara ég ekki vínið því mér finnst það ómissandi.

Á meðan ég var að undirbúa jólakökuna fór ég að hugsa,hvað er að gerast það er svo stutt síðan ég bjó til þessa jólaköku,jú það er heilt ár síðan,vá hvað árið er fljótt að líða.Sagt er að eftir því sem maður eldist þá líður árið fljótar. Ég held að því betra sem árið hefur verið því fljótar líður það,og mitt ár,allavega til dagsins í dag hefur verið gott ár.WhistlingWink


Þori ekki,vil ekki og tími ekki !!

Ég vona að ég þurfi ekki að leita út fyrir landsteinanna til að fara í svona laiser aðgerð með mín pínu litlu bláu augu,né hér landi.Ég er viss um að aðgerðir sem þessar eru mun ódýrari erlendis en hér,en svo á einnig við um margt annað,ég ætla að telja upp:

Bílar,íbúðir,einbýlishús,fatnaður,skartgripir,matur af öllu tagi,leikföng,nú er ég hætt að telja.Flest er í raun um 30-40% dýrara hér en erlendis,en hvað getum við gert.Eigum við alltaf að hlaupa erlendis til að kaupa ódýrt,það getum við ekki,við getum jú farið í helgarferðir og keypt eitthvað smávegis en ekki hús og íbúðir.Íslenskt þjóðfélag er dýrt.

Þeir sem þurfa að fara í svona aðgerðir í raun,borga örugglega minna jafnvel ekkert, en þeir sem eru að fara vegna þess að þeir vilja ekki lengur ganga með gleraugu. Ég efast um  að íslenskir læknar hafi lakari menntun en þeir sem erlendis eru,sennilega eru þeir betur menntaðir ef eitthvað er,og ef ég þarf í framtíðinni að fara í svona aðgerð þá færi ég hér á Íslandi.Frown

 


mbl.is Þrír milljarðar í augun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart !!

Góður nætursvefn er gulls ígildi.Það er sama hvort við tölum um börn eða fullorðna við þurfum öll að fá góðan nætursvefn.Ég er dálítið hrædd um að börn í dag fari seint að sofa,það þykir svo spennandi að geta vakað ,sum börn hanga í tölvunum langt frameftir jafnvel framyfir miðnætti og það á virkum degi.Hvernig er hægt að búast við reglufestu í lífi barns ef það sefur ekki vel og borðar ekki vel og rétt,þegar börn verða þreytt og stressuð,og það hefur örugglega áhrif á líkamsstarfsemina.Reglulegt matarræði,regluleg hreyfing og reglulegur svefn hlýtur að vera það sem er best fyrir börn og fullorðna.


mbl.is Tengsl milli svefnleysis barna og offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valur er það ekki íþróttafélag ???

Ekki finnst mér hugmyndir Valsara vera ungviðnum til fyrirmyndar,ég vissi ekki betur en að þetta væri íþróttafélag,og í vinsælli kantinum.Ég veit vel að íþróttafélög eru svelt peningalega séð og verða þeir að útvega sér peninga með sölu á hinum og þessum varningi,og taka foreldrar þátt í þessu af fullum kraft.En að ætla sér að útvega peninga til íþróttamála með sölu á áfengi í húsakynnum sínum finnst mér full langt gengið.

Þetta segir okkur að íþróttafélög yfirleitt þurfa á góðum fjárstuðning að halda frá yfirvöldum til þess að svona hugmyndir fái ekki að blómstra innann félaganna.Skólarnir og íþróttafélögin eiga að vera góð fyrirmynd barnanna okkar.


mbl.is Valsmenn vilja selja áfengi í hátíðarsal sínum öll kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband