Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hvað er að gerast !!!

það er skömm að svona atburður skuli geta gerst eins og gerðist á Suðurnesjum um helgina,að þrjár stúlkur skuli gera sig sekar um slíkt athæfi,gera þær sér ekki grein fyrir hvað þær eru að gera við sína framtíð,þær eru hreint og beint að eyðileggja framtíð sína,ég nefni nú ekki hvaða áhrif þessi atburður á eftir að hafa á þolendur þessu gleyma þær örugglega seint og á væntanlega eftir að skapa vanlíðan lengi vel. Eftir þennan atburð verða gerendur væntanlega komnar á sakaskrá og þurfa ef til vill að dvelja á upptökuheimili og hvað tekur við eftir það. Þvílíkar dömur.Angry
mbl.is Tveimur 12 ára stúlkum misþyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímabörn.Nútímaþjóðfélag.

Ég er hrædd um að þetta sé eins farið hér á Íslandi,hraðinn er svo mikill, allir að keppast um að hafa það sem best og mennta sig sem mest,að blessuð börnin verða útundan.Það þykir ekki fínt að vera bara húsmóðir eða vinna hálf vinnu til að geta verið meira með börnunum.Einu sinni var vinkona mín sem hefur unnið með mér í um 20 ár og er í hálfu starfi spurð af því hvort hún hafi engan metnað fyrir sjálfan sig, hún var ekki lengi að svara á móti, jú ég haf mikinn metnað, og hann liggur í því að koma börnum mínum vel til manns,sem hún hefur svo sannarlega gert.Annað er líka að breytast í þjóðfélaginu,það er að á flestum vinnustöðum er mannekla,þar sem áður voru að vinna 20 manns eru í dag 10, og þetta gerir erfitt fyrir starfsfólk að vera heima hjá veikum börnum sínum,og það er ekki gott.
mbl.is Nútímabörn fá pillur í stað umhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins,sterk stjórn.

Loksins erum við komin með sterka stjórn sem mark er takandi á, tveir grýðalega sterkir flokkar hafa myndað stjórn,ég  brosi út að eyrum því þetta var óskastjórn mín. Hvað varðar skiptingu ráðuneyta þá er ég einnig ánægð og ég sé að reynslu menn og konur verða í hverju sæti,ég reyndar hefði viljað sjá fleiri konur sem ráðherra hjá Sjálfstæðismönnum en það tókst ekki núna,verður seinna. Auðséð er að Geir H.Haarde er maður sem fer sér hægt en þorir,til hamingju.
mbl.is Stjórnarsáttmáli undirritaður á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugleiðing.

Ég er búin að vera í smá fíi, ég skrapp til Madridar höfuðborg Spánar,þar naut ég lífsins, fór ekki á nein söfn í þetta sinn, en naut þess að borða góðan mat og skoða mannlífið sem er glæsilegt og oft mjög skrautlegt. Ég var á útiveitingastað í einu úthverfi  Madrídborgar þar sé ég mann í hörku samræðum við sjálfan sig,þetta var vel til hafður maður en vel valltur enda búinn að innbyrða mikið af víni og bjór.Það var svo gaman að fylgjast með honum því hans samræður voru ekki aðeins í orðum, heldur notaði hann hendurnar og í raun allann líkamann,mér fannst á tímabili eins og hann væri að leika einleik í leikhúsi,svo fékk hann sér sopa inn á milli,þetta var aðalega bjór sem hann drakk, og þegar hann var búin með flöskurnar þá raðaði hann þeim upp eins og hann væri að stilla upp fallegum styttum.Það síðasta sem ég sá til þessa manns var þegar hann strunsaði yfir götuna og að næsta gosbrunni og settist þar niður því næst lét hann hendina renna niður í brunninn og dró upp þungann plastpoka,og viti menn í þessum plastpoka voru bjórdósir, og hann opnaði auðvita eina og fékk sér sopa, segið svo að fólk geti ekki bjargað sér. Þessi litli einleikur minnir mig á það þegar ég var í París á mínum yngi árum þá vorum við tvær vinkonur sem bjuggum í einu herbergi uppi á hanabjálka,við höfðum ekki neinn ískáp, en björguðum okkur með því að setja drykkina og ávextina og það sem þurfti í net og létum netið hanga fyrir utan gluggann,þetta var að vetri til og alltaf vorum við með góða kælingu á því sem við þurftum.

Síðustu orð um Eurovision í ár.

Ég horfði á Eurovision keppnina í gærkveldi eins og margir aðrir. Það voru 24 lönd sem kepptu til úrslita 8 lönd frá Vestur Evrópu og 16 frá Austur Evrópu, af þessum 8 Vestur Evrópu löndum þá eru 4 þeirra sem standa undir kostnaði keppninnar þau eru Frakkland,Þýskaland,England og Spánn,og Vestur Evrópu búar geta ekki sýnt þessum löndum smá virðingu með því að gefa þeim stig,þau lentu í neðstu sætunum. Við skulum segja að þessi lönd hefðu ekki styrkt keppnina í ár þá hefðu 4 Vestur Evrópu lönd kepp til úrslita keppninni. Heyrst hefur að þau séu alvarlega að hugsa um að hætta að styrkja keppnina, einnig að draga sig úr keppninni.

Ríkisstjórnin hélt velli.

Ríkisstjórnin hélt velli með naumum meirihluta, Sjálfstæðismenn bæta við sig 2.9 % og fá 25 þinngmenn ekki er hægt að segja annað en að þetta er stórglæsilegur sigur Sjálfstæðismanna eftir 16 ára stjórnarsetu,og persónulegur sigur Geirs H. Haarde.Til hamingju.

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannanir

Ég er þeirra skoðunar að vægi skoðunakannana geti haft áhrif á útkomu kosninganna,og þá fyrir suma jákvæð áhrif og aðra neikvæð. Ef ég réði, sem ég geri ekki, þá myndi ég helst vilja banna skoðanakannanir viku fyrir kosningadaginn,þá gætu þær ekki haft skoðunnar myndandi áhrif á kjósendur, því við verðum auðvita að kjósa samkvæmt okkar sannfæringu ekki einhverra skoðanakannana sem eru kanski ekkert að marka. En nú er dagurinn runninn upp,og hvað kýs landinn, það eigum við eftir að sjá í kvöld, ekki er hægt að segja annað en að þessi dagur sé spennandi, Eurovisiona andi liggur yfir landinu  án Eiriks og strax á eftir útkoma úr kosningunum.Ég vil bara óska landsmönnum gleðilegan dag,og góða skemmtun í kvöld.Joyful 


mbl.is Hafa kannanir áhrif á kjósendur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kven risa Gosi.Risessa.

Þetta er  hreinasta snilld, þetta er Frökkum einum lagið að fá svona hugmyndir , ég er ekki búin að sjá þetta sjálf en ætla ekki að missa af henni,að sjá risabrúðu ganga um götur bæjarins,það hlýtur að gleðja lítil og stór hjörtu.LoL
mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision A, EurovisionB

Ég er rétt búin að ná mér,Eiríkur stóð sig þvílík vel, stóglæsileg framkoma og söngur, hann átti svo sannalega skilið að komast áfram, EN, það er mjög erfitt að berjast við svona risa eins og Austur Evrópu löndin. Ég held að það verði að skipta keppninni í tvennt,Evrópu og Austur Evrópu,síðan geta bestu lögin frá hverri keppni fyrir sig keppt í keppni númer þrjú.Það er í raun ekki hægt að gera Evrópulöndunum þetta lengur, Noregur ,Dannmörk,Austurríki,Sviss,Holland,Portúgal Ísland og fl lönd sem voru með mjög góð lög verða að fara heim,þetta er skrípaleikur sem verður að taka fyrir.Crying


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska stúlkan sem hvarf.

Hræðilegur atburður hafur gerst í Algarve á suður Portúgal, 3 ára gömul stúlka Madeleine McCann hvarf úr íbúð sinni þar sem hún svaf ásamt 2 ára tvíburabræðrum sínum. Sem betur fer er þetta atburður sem gerist mjög sjaldan,en gerist samt sem sýnir sig. Það sem gerir mig alveg orðlausa er hverning vel menntaðir foreldrar læknar bæði tvö, geta gert svona mistök að skilja börnin þrjú eftir alein i íbúðinni,það er yfirleitt hægt að fá barnapössun í gegnum ferðaskrifstofurnar.Á svona sólarlandastaði safnast saman allkonar fólk frá öllum löndum portúgalir,spánverjar englendingar o.fl. og þá er ég ekki að tala um ferðamenn,  heldur hina sem sjá lífið svo auðvelt,  ,þeir sem ekki vilja vinna hina hefðbundnu vinnu frá 09.00-17.00, þeir sjá sól alla daga, matur ódýr,bjór og vín í hverju horni og hvað fatnað varðar þá þarf ekki mikið af dýrum fatnaði,þeir vinna einn og einn dag til að fá smá pening og þess á milli betla þeir, þetta fóllk er stundum til í að gera hvað sem er,og hvað það er það vitum við ekki. Svo eru það hinir sem lifa í lúxús, flottar villur flottir bílar og spara ekkert við sig í mat, þeir safna að sér vesalingum sem vilja lifa auðveldu lífi,láta þá stela fyrir sig t.d. flottum bílum og keyra þá til Evrópu og selja dýrum dómi,og hvað vitum við hvað annað þeir láta stela fyrir sig. Þetta er einhverskonar skipulögð rússnesk mafía, og þeir eru búnir að koma sér fyrir á mjög mörgum vinsælum ferðamannastöðum bæði á Spáni og í Portúgal,ég bara vona að Madeleine litla hafi ekki lent í höndunum á svona mönnum og finnist fljótt, því engir foreldrar né barnið eiga  skilið að þurfa að ganga í gegnur svona sálarangist.Ég hef tengst Portúgal og Spán síðastliðin 30 ár og þekki vel til þessa landa,ég ferðast mikið um á bíl og þarf vissulega mikið að stoppa hvort sem er á bensínstöðum eða matsölustöðum,ég hef alla tíð verið mjög vör um mig og mína fjölskyldu þegar ég sé til stórra vöruflutningabíla, ég hef smá ráð fyrir þá sem ferðast um á bílum. LÍTIÐ EKKI AF BÖRNUM YKKAR ÞEGAR VÖRUFLUTNINGABÍLAR ERU NÁLÆGT, ÞVÍ ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ KIPPA BARNI UPP Í SVONA BÍLA OG AKA Í BURT,þeir fara um alla Evrópu. Í flestum tilfellum eru þetta bara venjulegt fólk að gera vinnu sína en maður veit aldrei hvað leynist í þessum stóru trukkum. Einhvern veginn slunginn sleppur.

 


Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband