Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þingseta virðist vera vinsæl og þaulsetin.

Það væri óskandi að önnur störf hér í þjóðfélaginu hefðu sömu starfsreynslu og þeir sem sitja á þingi,því það er alveg sama hvaða stjórn er skipuð alltaf eru 3-4 ráðherrar og ráðfreyjur sem hafa setið í stjórn áður með mismunandi flokkum.Nú er verið að mynda stjórn með fólki sem var í stjórn fyrir 20 árum síðan, nú spyr ég hefur stefnubreyting þessa hóps breyst? eru þau ekki með sömu hugmyndir og fyrir 20 árum síðan? 
mbl.is Nýtt verk, sömu leikarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er best að leggjast á bæn...

Samkvæmt því sem Steingrímur hefur látið frá sér vill hann helst skila láninu frá AGS,eru þetta þær hugmyndir sem VG ætla inn í ríkisstjórn loksins þegar þeir fá tækifæri til ríkistjórnar setu, það er ekki nóg að mótmæla þeir verða að koma með úrlausnir. Tækifærið er ykkar þið eruð búnir að bíða eftir þessu í langan tíma.
mbl.is Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt mál..tökum afstöðu undir nafni ...

Þetta finnst mér alveg sjálfsagt og eðlileg ritskoðun frá hendi MBL.Við bloggarar erum að gera athugasemdir og lýsa okkar áliti á fréttum Morgunblaðsins og vissulega eigum við að bera ábyrgð á eigin skrifum,okkur er gefið tækifæri til að láta skoðun okkar í ljós og mér finnst sjálfsagt að nýta sér þetta tækifæri undir nafni..Mér hefur fundist of mikið um að bloggarar skrifi undir nafnleynd og skil í raun ekki ástæðuna.Er ekki best að vera stoltur af því sem maður skrifar hve vel eða illa sem það er gert,of ef einhver nennir að lesa það sem maður skrifar þá er það mjög gott.


mbl.is Fréttablogg og nafnleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband