Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Noregur og Ísland skiptast á seðlabankastjórum.

Fullkomið samstarf á milli landa, svona á þetta að vera eða er það ekki.Ingimundur Friðriksson fékk starfstilboð frá Norska Seðlabankanum og við fáum Norskan mann í Seðlabanka Íslands .

Í fréttum í gær var Norski forsætisráðherrann spurður um upptöku íslendinga á norskri krónu,það svar sem við fengum frá honum varð til þess að ég skammaðist mín fyrir þjóð mína og þegar svo er komið er illt í efnum.

Hvernig dettur stjórnvöldum í hug að hugsa um að taka einhliða upp norska krónu,Norðmenn líta svo á sem er rétt, að norska krónan er fyrir Norðmenn  og miðast við norskan efnahag,ekki aðrar þjóðir og þetta eigum við að skilja. Það eina sem við eigum að hugsa um er evran,ef við viljum skipta krónunni út,og sennilega er ekki spurning um hvort við viljum eða ekki getum við haldið áfram á sömu leið með  íslensku krónuna í fararbroddi


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum með hryðjuverkamenn hér á Íslandi.En það er ekki almenningur.

Ég er mest hissa á því að Bretar skuli ekki senda Scotland Yard á þessa hryðjuverkamenn sem eru hér á landi,því það er ekki almenningur ,þetta eru aðeins nokkrir menn og konur.Bretar sögðu að peningar hefðu verið fluttir frá Bretlandi til Íslands.en það er örugglega ekki rétt,peningarnir hafa  ekki komið til Íslands,þessir peningar liggja í ýmsum lúxus á hinum og þessum eyjum úti í heimi,á meðan við Íslendingar blæðum fyrir þessar gjörðir.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þörf að færa flugstöðvabygginguna.

Hugmyndin um minni flugstöðvarbyggingu er ekki slæm,því það má stækka seinna þegar árar betur.Hvað hefur ekki verið gert í Leifsstöð,sú bygging hefur verið stækkuð svo um munar.En það sem mér líst ekki á er að byggja nýja samgöngumiðstöð á gamla staðnum í Skerjafirði,betra væri að staðsetja nýja samgöngumiðstöð  nær Loftleiðum og  BSÍ,núverandi flugstöðvarbygging er ósköp ein úti í Skerjafirði þaðan vantar góðar samgöngur inn í bæinn,og fyrir þá sem eru að koma að utan og ferðast með flugrútu frá Keflavík,og þurfa að taka flug út á land þá er aðeins boðið uppá  stopular strætisvagnaferðir út í Skerjafjörð eða þá bara leigubíl.
mbl.is Minni og ódýrari samgöngumiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband