Færsluflokkur: Íþróttir

Olé,Ólé,Olé !!!

Vildi vera í Madríd núna,þar er þjóðhátíð í dag, og þessa dags verður minnst lengi vel.Ég veit að allt er að verða vitlaust þar,bílar með flauturnar í gangi barir opnir lengur, Madrídbúar hafa flykkst út á götur til að fagna,sannkölluð hátíðar stemmning.Til hamingju Spánverjar þið áttuð skilið að sigra,liðið hefur ekki tapað einum leik og spilað frábærlega vel. Ég hef gaman að vera hálfgerður Spánverji í dag.
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólimpíuleikar í Kína .

Ég álít að betra hefði veri að veita einhverjum öðrum leyfi til að halda Ólimpíuleikana strax frá byrjun,það er vitað hvernig sjónarkerfið er í Kína og það sem er að gerast í sambandi við Tíbet er ekkert nýtt.En svo má hugsa málið upp á nýtt og segja að þetta eru íþróttaleikar og eiga ekki að vera pólitískir,en þeir verða það ósjáfrátt vegna stöðu landsins í pólitík.

Ég veit ekki hvort hægt sé að kenna gömlum hundi að sitja,en það má reyna eins og mótmælin gegn stjórnvöldum í Kína eru að gera.


mbl.is Óljóst hvort forseti Íslands mætir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar með öðrum smáþjóðum, og 41st International Childrens Game

Til hamingju Íslendingar,þetta er glæsilegur árangur íslenska liðsins sem var að keppa í ýmsum íþróttagreinum á smáþjóðaleikunum í Mónakó um helgina,auðséð er að íslendingar eru á heimavelli þegar keppt er með öðrum  smáþjóðum. Við íslendingar erum smáþjóð hvort sem okkur líkar betur eða verr,það sýnir sig þegar við erum í samkeppni við aðrar smáþjóðir þar stöndum við okkur mjög vel, en þegar kemur að samkeppni við stórþjóðir þá er ekki hægt að eiga von á  sama árangri,við hugsum stórt og gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir smæð okkar.Dagana 20-25 júni verða haldnir hér í Reykjavík 41st Alþjóðlegir leikar ungmenna,þessir leikar hafa verið haldnir árlega síðan 1968 og eru þeir viðurkenndir af Alþjóða Ólympíunefndinni frá árinu 1990.Hingað koma tæplega 1200 ungmenni frá um 54 löndum  til að keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum, t.d. sundi,fótbolta,hanbolt, frjásar íþróttir ,golfi,júdó ,badminton og fl..það verður spennandi að fylgjast með unga fólkinu okkar sem keppa fyrir Íslands hönd á þessum leikum. Ef einhver hefur áhuga á að lesa meira um þessa Alþjóðleika ungmenna þá er heimasíðan www.icgreykjavik.is
mbl.is Smáþjóðaleikarnir: Ísland í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Ekki var ég ánægð að sjá hve kostnaður við HM í sundi var tíundaður í gær í blaðinu. Ég man ekki til þess að hefa séð fréttir um aðrar íþróttagreinar þar sem kostnaðurinn var tíundað þvílíkt að það lá við að sagt væri hve mikið hver sundmaður þarf að borga fyrir sig. Ég lít svo á að íþróttir eru íþróttir og sama hver greinin er þetta er allt jafn áríðandi, þó svo að boltinn sé mjög vinsæll og gert hærra undir höfði en aðrar íþróttir sérstaklega hvað varðar fjölmiðla. Sudmennirnir okkar eru búnir að leggja mjög mikið á sig til að ná þessum árangri að komast á HM, og þeir eiga það ekki skilið að við séum að sjá eftir þessum peningum sem fer í þessa kemmnisferð. Þeir eru jú að keppa fyrir okkar hönd Íslendinga, og vonandi eigum við eftir að sjá þau oftar í stóverkefnum erlendis.Óskandi væri að íþróttir sama hve greinin er sé gert jafn undir höfði bæði hve varðar fjölmiðla og peningamál Ég vil bara óska þeim góðs gengis.Smile Grin
mbl.is HM í sundi á 2 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sund íþróttin

Nú fer fram stórsundmót þessa helgi Kr heldur þetta mót með miklum glæsibrag. Gaman er að fylgjast með bæði eldri og yngri sundmönnum, okkar framtíðarfólki ,, þau standa sig mjög vel

og eru að gera mjög góða hluti, bæta árangur sinn í hverju sundi, krakkarnir sem eru að keppa synda yfir þessa helgi 7-8 sund, sem ýmist 50m upp í 1500m. Það er ekkert smá sem sundfólk þarf að leggja á sig til að ná árángri,þau mæta 6 daga vikunar og æfa 2-4 tíma á dag sundum þurfa þau að mæta tvisvar á dag þ.e.a.s. kl 05.30 á morgnana áður en þau mæta í skólann, og það er ekki bara einu sinni í viku það er allt upp í  þrisvar í viku, það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir svona ungdómi sem leggja þetta mikið á sig til að ná árangri, það væri gaman ef fleirri gerðu það sama.

Gaman væri að sjá aðeins meir ummfjöllun í dagblöðum um sund íþróttina.Krakkarnir eiga það skilið.


Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband