Nú er af sem áður var.

 Mikið hefur þjóðfélagið breyst hvað varðar opnun um Páskahátíðina. Ég man eftir því þegar  allt var lok, lok og læs á Skírdag og á Föstudaginn langa. Síðan byrjuðu sumar verslanir að opna í nokkra klt á Skírdag og það lá við að manni fyndist það vera Guðlast. Allir veitingastaðir voru lokaðir, og sennilega hafa þeir ferðamenn sem ferðuðust hingað á þessum árum þurft að koma með nesti með sér, eða einfaldlega svelt. En í dag með þessum nyju verslunarháttum, þar sem ekkert er heilagt lengur,  eru matvöruverslanir opnar t.d. á Skírdag og jafnvel sumar verslanir hafa verið opnar á Föstudaginn langa.Vídeoleigur hafa haft opið um helgidagana.Veitingastaðir hafa haft opið,sem er sjálfsagt. Þar sem ég vinn með ferðamönnum,og hef gert mjög lengi, veit ég að þeir eru mjög hissa á allri þessari lokun hjá okkur, ég hef reynt að segja þeim að þetta séu helgidagar og ekki sé óeðlilegt við lokunina, en þeir vilja bara fá sitt, komast á veitingastaði og í verslanir, nú eru þeir glaðir því það er svo miki opið.Ég skil í raun að það er erfitt að loka í 4 daga alveg, ekki hægt að nálgast það sem gleymst hefur og ískápurinn er ekki nógu stór fyrir 4 daga innkaup(ég veit ekki hverning við fórum að hér áður fyrr) einnig fyrir þá sem vilja komast á veitingastaði, og ekki síst vegna stór fjölgunar á ferðamönnum hingað til lands á öllum tímum, , þá þurfum við að hafa sveigjanlegri á opnunartíma, EN þetta stóra EN við verðum líka að bera virðingu fyrir helgidögum og hafa verslanir og sjoppur lokaðar á FÖSTUDAGINN LANGA OG Á PÁSKADAG.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt eg er trúaður maður ,en svona er þetta Timarnir breitast og Mennirnir með er það ekki,svo mátulega ekki umm of/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.4.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband