Þetta var ekki Madeleine McCann.

Þegar ég bloggaði um þessa frétt í gærkvöldi,þá fannst mér það ólíklegt að stúlkan á myndinni gæti verið af Madeleine litlu,en alltaf má samt vona.í framhaldi af þessarri frétt spyr ég,er Madeleine McCann eina barnið sem hefur horfið í heiminum?, sú umfjöllun sem málið hefur fengið er hreint og beint ótrúlegt,ég er engin undantekning,því ég hef bloggað mikið um þetta mál.Hvers vegna hafa önnur má þar sem börn hafa horfið ekki fengið sömu umfjöllun,hvað gerir það að verkum er það vegna þess að foreldrarnir eru af efri miðstétt,og Breskt þjóðfélag getur ekki kyngt því að svona lagað gerist hjá efri stéttar þegnum.Eða er það vegna þess að einhver er að reyna að rugla fyrir rannsókninni með sífelldum nýjum uppákomum.Að foreldrarnir skuli getað ráðið til sín einkaspæjara,og ekki af verri endanum því þeir hafa starfað bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi,og að hafa talsmann sem starfaði fyrir Bresku ríkistjórnina,málið er rekið eins og fyrirtæki,ótrúlegt svo ekki sé meira sagt.Óskandi væri að öll þau börn sem horfið hafa í heiminum sitji við sama borð.
mbl.is Veruleg vonbrigði að myndin reyndist ekki vera af Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki sama Jón og sr. Jón ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Haukur Viðar

Ég held að það sé gott fyrir 100.000 týnd börn að mál eins þeirra fái mikla umfjöllun

Haukur Viðar, 27.9.2007 kl. 02:51

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já satt segir þú Heimir,það er ekki sama hver er.

Haukur Viðar: því miður vilja þessi börn geymast í umfjölluninni á Madeleine.

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.9.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta mál er er erfitt,og ekki gott fyrir viðkomandi,að sanna sakleysi sitt/en það er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.9.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er alver rétt Halli,þau eru ekki sek fyrr en búið er að sanna það.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 07:42

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta mál hefur fengið mikla umfjöllun og kannski vegna þess eins og þú segir að foreldrarnir eru í svokallaðri efri stétt. Þó veit ég ekki, margt kemur til eflaust.
Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem grunur beinist að foreldrum þegar allt annað þrýtur í rannsókn málsins. Þar sem ekki er saga um geðræn vandamál hjá þessu fólki og einnig vísbendingar um að þau séu jafn heilbrigð og venjuleg og almennt gerist þá get ég engu trúað upp á þau og myndi ekki gera nema þau einfaldlega játuðu.
Vonum að barnið sé á lífi og finnist.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 09:43

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kolbrún það er rétt þau eru örugglega venjulegt fólk,og hafa ekki sýnt neitt annað,það sem ég á erfitt með að trúa er að barninu hafi verið rænt úr íbúðinni,en hvað gerðist það fáum við kannski aldrei að vita.Ég vona svo sannarlega að hjónin séu saklaus,og að barnið finnist á lífi.Ekki er annað hægt að segja en að þetta mál er allt hið einkennilegasta,og aumingja fólkið hljóta að vera full ásökunar fyrir að skilja börnin eftir ein í íbúðinni í ókunnu landi.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband