RÁÐKVINNA OG RÁÐHERRA !!

Ég er hrifin af þessu frumvarpi sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram um að orðið ráðherra yrði breytt,svo að konur yrðu ekki kallaðar herra.Orðið Ráðherra má segja að sé stöðutákn,og eigi fyrst og fremst við þá virðingastöðu sem viðkomandi einstaklingur gegnir,en enga að síður er ekki ástæða á 21 öldinni að kalla konur herra.

Orðið ráðherra er ekki eina orðið í íslenskri tungu sem þetta á við,en í dag eru breyttir tímar og það þarf bara að gefa þessu tíma og breyta því smátt og smátt.

Ég vil koma með tillögu,ég legg til að við höldum orðinu RÁÐHERRA fyrir karlmenn, en fyrir kvenmenn RÁÐKVINNA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Góðar hugmyndir hjá þér og nauðsynlegt að taka þessa umræðu. en þegar ég var smápatti og menn urðu allt í einu hjúkrunarfræðingar, þá líkaði mér illa sú breyting, fannst allt í lagi að starfsstéttinn héti áfram hjúkrunarkonur og þykir enn. Sama með þetta, mér finnst í lagi að kona beri starfstitilinn Ráðherra en skil rökin að finna kynhlutlaust nafn.

Gísli Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Okkar ylhýra tungumál veldur okkur eiginlega vandræðum í þessu vegna mjög ákveðinnar kyngreiningar í flestum nafnorðum. T.d. finnst mér orðið stjóri og maður vera afar karllæg orð en þeim er oft skeytt aftan við stöðuheiti. Þannig að t.a.m. orðið ráðstjóri hefði frekar karllæga meiningu. Kannski er gamla orðið ráðgjafi best þótt það sé karlkynsorð.

Lárus Vilhjálmsson, 25.11.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gísli og Lárus,mér hefur í raun alltaf fundist ráðherra standa fyrir stöðugildi,en væntanlega verður að breyta þessu eins og t.d flugfreyjur og flugþjónar.Það sem mér finnst með ráðkvinna og ráðherra þetta hljómar svipað og er ekki óþjált.Ráðgjafi er einnig gott.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 12:46

4 identicon

Já að hafa karlkyns og kvenkyns orð yfir öll starfsheiti, gæti orðið svolítið flókið. Skrítið finnst mér að feministar hafi ekki breytt því orði. Orðið feministi er kk. nafnorð. Því ekki að breyta því í feminISTA. Og af hverju er kvenkyns læknir ekki bara þá lækna o.s.frv. Þannig að færi þetta þá ekki að ganga heldur langt og mundi einhver nota þetta? En maður skilur þetta kannski betur með þetta starfsheiti ráðHERRA, það er svo rosalega karllægt.

alva (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Alva,það er alveg fullt af karlkyns starfsheitar nöfnum í íslenskunni og það getur orðið flókið mál að breyta því,en ég held  samt að því veri breytt smátt og smátt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 19:56

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Guðmundur þú ert alveg svakalegur,RÁÐHERFA,þetta getum við ekki gert.En það er rétt hjá þér að orðið RÁÐHERRA er stöðutákn og hefur ekki verið tengt við kyn í mínum huga þar til nú.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.11.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband