Ósæmileg hegðun á pöllum borgarstjórnarhússins !

Ég reyndi að fylgjast með sjónvarpi þegar nýr Borgarstjóri tók við völdum,ég verð nú að segja að við verðum að sýna smá stillingu.Hvort sem okkur líkar betur eða verr við býja borgarstjórn,þá eru svona ólæti eins og voru á pöllunum ekki til góðs,og Íslendingum ekki til sóma.

Stjórnmál kalla ekki allt ömmu sína og þetta sem hefur verið að gerast í borgarstjórn núna undanfarna mánuði sýnir það,en við kjósendur höfum lítið að segja þegar búið er að ákveða einhvern hlut við verðum bara að sætta okkur við og gera gott úr.

Það eina sem í raun hrífur þegar á reynir er einfaldlega að fara ekki að kjósa ef við erum ósátt við eitthvað, eða kjósa á skjön við það sem við og þið hafið gert áður.

Við kjósendur verðum oft að sætta okkur við ef okkar fólk kemst ekki að, og það gerist ekkert,alls ekkert,því segi ég eigum við ekki að halda ró okkar og gefa Ólafi F Magnússyni tækifæri.


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi mótmæli fóru sem betur fer þannig fram að enginn slasaðist eins og í Gúttóslagnum í nóv. 1932.

Spurning er hvort ekki mætti koma á öðru fyrirkomulagi í borgarstjórn en nú hefur tíðkast í vetur. Fjölga þyrfti borgarfulltrúum og gera minnihluta ábyrga fyrir vissum ákvörðunum og treysta innri innviði stjórnkerfisins betur. Allar róttækar breytingar eru ekki alltaf til góðs.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú vissulega mætti breyta einhverju,sumir vilja kjósa menn ekki flokka.Reykjavík er eitt stórt fyrirtæki sem þarf að stjórna sem slíku.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bara hlýða og vera sæt. - Hefurðu aldrei fylgst með útsendingum frá breska þinginu? þar eru það r´ðherrar og þingmenn sem láta verr en þetta.

-Pú og klapp eru afar saklaus andmæli sem áhorfenur hvarvetna temja sér og víðast í ríkari mæli en á Íslandi.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.1.2008 kl. 04:51

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú Helgi Jóhann,ég hef séð það sem gerst hefur í Bretlandi og á Ítalíu,sumstaðar jaðrar við slagsmálum innann þingmanna.Spurningin er leiðir þetta til góðs?

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband