Hversvegna vinna 12-14 ára börn með skólanum ?

Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi,þurfa börn virkilega að vinna með skólanum marga klukkutíma á viku,þá er ég ekki að setja út á þá sem vinna 10-12 tíma að meðaltali er það 1 til 2 tímar á dag, en að vinna allt uppí 5 tíma á dag er ekki eðlilegt.Er þetta vegna þess að við erum orðin ofneyslu þjóðfélag og börnin alast upp í því að eiga allt og halda sig eiga rétt á því að rástafa öllum þeim aurum sem þau vinna sér inn í tölvur og tölvuleiki.

Mikið er talað um lélega kennslu í grunnskólum landsins,ég held að við foreldrar ættum að líta okkur nær,eru börnin okkar að standa sig sem skyldi gagnvart kennurunum? Ég er ekki viss um það,því þau hafa ekki tíma til að læra heima það sem þeim er sett fyrir.

Mikið er rætt í þessu þjóðfélagi að menntun sé máttur mannsins,rétt er það og það ættum við foreldrar að hlúa að hjá börnunum okkar,og leyfa þeim að vera börn eins lengi og hægt er.Barnaárin eru mjög fá  ein 15-16 ár það er ekki mikið.


mbl.is Félagsmálaráðherra skoðar vinnu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svei mér þá, ég hélt að svona mikil vinna barna teldist vera barnaþrælkun. Börn eiga ekki að vinna svona mikið, hvort sem þau vilja það sjálf eða ekki. Eiga ekki forráðamenn þeirra að vera þeir sem vitið hafa og síðasta orðið?

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Augljóslega hlýtur svona mikil vinna barnanna að koma niður á skólanámi þeirra. Fólk má ekki láta stundlegan hagnað til að geta veitt sér stundlegar lystisemdir koma niður á þeim möguleikum sem börnin koma til með að hafa í framtíðinni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Rosalega var þetta eitthvað stundlegt hjá mér...

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Þau eru líka að vinna fyrir flottum fötum, sem kosta ekkert smá - gallabuxur með rétta merkinu fyrir meira en 20.000 kr. Það verða allir unglingar að eiga allt og ekkert gamalt dót, takk fyrir. Ég er ekki hlynt því að unglingar í 9. og 10. bekk vinni með skólanum á veturna, enda hvarflar ekki að mínum ungling að fara að vinna. Margir af hans skólafélögum í 9. bekk vinna með skólanum.

Sigrún Óskars, 20.2.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er þjóðfélagið sem býður upp á þetta,eins og Sigrún segir gallabuxur fyrir 20.000.- kr.þetta er brjálæði.

Að sjálfsögðu Gréta eigum við forráðamenn að hafa síðasta orðið,en það vill svo til að það eru allir svo uppteknir í þessu þjóðfélagi,ef það er ekki vinnan þá er það líkamsræktin.

Ég fer með strákinn minn kl 05:30 á sundæfingu á mánudögum niður í Laugardalslaug,þá sé ég strauminn af bílum sem eru að fara í líkamsrækt,ég sjálf vel svefninn á þessum tíma,allavega 6 daga vikunnar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæl María.   Ég er mjög fegin að félagsmálaráðherra ætlar að skoða þessi mál. Það getur ekki verið eðlilegt að börn geti unnið þetta mikið með skólum, ef svo er að þau fara auðveldlega með þetta, þá finnst mér að menntamálaráðherra eigi ennfremur að kíkja á þetta mál.  Er skólinn kannske svona auðveldur ?? Jafnvel of auðveldur ?? þá verðum við bara að herða menntakerfið..

Sólveig Hannesdóttir, 21.2.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband