Hef ekki bloggað í langan tíma en mun koma aftur eftir rúma viku.

Ég hef verið mjög óvirk í blogginu eftir áramótin,ástæðan er að faðir minn hefur verið mikið veikur og hef ég viljað vera hjá honum sínar síðustu stundir.Faðir minn Kristján Páll Sigfússon kaupmaður frá Ísafjarðardjúpi lést 14.mars og verður jarðsunginn 28.mars frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Faðir minn hefur barist við Alzheimer sjúkdóminn í nær 10 ár og hefur verið sannkölluð hetja í sínum veikindum,enda var hann allra manna hugljúfi.Það er svo sárt fyrir aðstandendur að horfa uppá sína ástvini hverfa inn í sinn eigin heim og hver stöðin í heilanum lokast hver af annarri,færnin hverfur smátt og smátt.Faðir minn var sérstaklega glaðlind persóna og átti alltaf bros fyrir alla alveg frammá síðasta dag,þetta bros,glaðlindi og hlýjan faðm mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi.HeartPicture 531


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Elsku María.

Ég votta þér samúð mína vegna fráfall þín elskulega föður Kristjáns Páls Sigfússonar megi  guð umvefja þig og fjölskyldu þína birtu og ill í sorginni. Guð veri með ykkur öllum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.3.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Elsku María Anna,

ég votta þér og þínum innilega samúð mína.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku María Anna, okkar innilegustu samúðarkveðjur

Ragga og Lárus 

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kæru vinir.Við mamma erum að lesa kveðjurnar frá ykkur saman,við  þökkum ykkur hjartanlega fyrir ykkar  kveðjur og hlýhug.kærar kveðjur María og Guðbjrg Lilja

María Anna P Kristjánsdóttir, 23.3.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Kæra María og fjölskylda

 Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur

Kristveig Björnsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk Krissa mín.

María Anna P Kristjánsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Innilega samúð til ykkar María/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2008 kl. 01:06

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þakka þér fyrir Hallai minn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:03

9 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Við hér á Spáni sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur.

Siggi, María og Sebastian.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.3.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég sendi þér og þínum innilegar samúðarkveðjur.Ég man ykkur öll í Herjólfi í Skipholtinu.

Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 17:22

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir ykkar hlýhug. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 17:40

12 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Elsku María. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Mig langar að biðja þig fyrir góða kveðju til mömmu þinnar. Já pabbi þinn var mjög glaðlyndur og hjartahlýr maður. Kveðja, Steinunn

Steinunn Þórisdóttir, 25.3.2008 kl. 22:33

13 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir þín hlýju orð Steinunn mín,ég skal skila kveðjunni til mömmu.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband