Eru allir Pólverjar eins,eru allir Ítalir í mafíunni ?

Ég segi nei,við megum ekki láta þá Pólverja sem hér eru á landi líða fyrir nokkra samlanda þeirra sem eru glæpagengi.Hingað til höfum við talað um Pólverja sem gott og duglegt fólk,hefur það eitthvað breyst,ég held ekki.

Ekki er gott að dæma heila þjóð fyrir mistök nokkra,hvort sem það eru Pólverjar eða aðrir.Fólk er eins misjafn og það er margt, og þjóðerni skiptir þar engu máli.

Svo vill nú til að í húsið hjá mér eru nýflutt ung pólsk fjölskylda,ég fór að ræða við þau og spurði hvaðan þau væru,það var seint um svör og lá við á ég sæi eftir að spyrja þau um þjóðerni ,þau horfðu á mig og svöruðu með mjög lágum tóni að þau væru frá Póllandi.Þetta sýndi mér hve umfjöllun í blöðum getur haft áhrif á þá útlendinga sem hér búa.Ég vil bara segja með þessu að:

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 

 


mbl.is „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega! erum við íslendingar kannski öll þröngsýn?

Sammála þér María, það er ekki hægt að dæma heila þjóð eftir nokkrum einstaklingum.  

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég held að þetta loði ekki aðeins við okkur íslendinga,aðrar þjóðir líka.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Pólverjar sem og aðrir útlendingar eru ágætis fólk en skemmd epli eru allstaðar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hjartanlega sammála þessu María/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.4.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir með þér það má ekki alhæfa um hlutina. Hinsvegar verður ekki hjá því komist að fólk sé orðið þreytt á því að hingað komist allskonar óþjóða líður sem fótum treður okkur Íslendinga. Við verðum að bregðast við því, ég tel þetta ástand eigi eftir að versna þegar fram í sækir. Ég tel að þetta sé rétt að byrja. Hinsvegar er ég orðinn þreyttur á því að geta ekki farið í verslun á íslandi og talað mitt móðurmál þá skilur mig enginn. Er það nokkur furða að fólk sé ekki sátt við þetta ástand. Ég tel það lámarkskröfu að útlendingar sem hingað koma og ætla að búa hér og aðlagast íslenskri menningu tali íslensku eins og þessi pólski drengur sem var í sjónvarpinu í gær hann var frábær og gat komið sínu á framfæri.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.4.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er alveg sammála þér Jóhann,ég vil láta athuga sakaskrá þeirra sem hingað koma og passa vel hverjir koma.En í flestum tilfellum eru þetta ágætis fólk,hvað varðar tungumálið þá er það skylda hvers og eins sem sest hér að á landi að læra tungumálið,og það er alveg sama hve mörg námskeið,hve mikla peninga viðkomandi fær til að læra málið og hve mikið honum eða henni er hjálpað ef vilji er ekki fyrir hendi þá gengur dæmið ekki upp.

María Anna P Kristjánsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband