Skynsamt fólk,flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Þetta er ekkert einkamál okkar Reykvíkinga,þegar svona mannvirki eru byggð   þau  eru fyrir alla landamenn,og ekki síst fyrir landsbyggðabúa.

Ég sé framtíðina fyrir mér með nýrri  samgöngumiðstöð þeim megin sem Loftleiðir er,þar verður hægt að tékka sig inn í flug,og taka rútu frá miðstöðinni út á landsbyggðina og á Hótelin í Reykjavík.Vitið þið að það er ekki boðið uppá rútuþjónustu  á Hótelin,hvorki frá flugvellinum né til,viðkomandi verður að taka leigubíl,strætó eða ganga,þetta er þjónustuleysi .

Með frekari uppbyggingu samgöngumiðstöðvar Loftleiða megin,þá munum við auka við störf í ferðaþjónustu,en með flutning vallarins til Keflavíkur munum við fækka störfum svo um munar.Ég ætla ekki að telja upp öll þau störf sem eru í hættu ef hann verður fluttur,ég hef talið þau upp svo oft áður, en þetta þarf að hafa í huga þegar rætt er um flutning vallarins til Keflavíkur,það vill enginn missa vinnu,Keflavík er góður staður og gott fólk sem þar býr,en ég sé enga ástæðu til að færa þeim störfin okkar á silfurfati.

 


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Hjartanlega sammála þér, það á ekki að hreyfa við honum, bara endurbæta, snyrta og byggja enn frekar eins og kom fram í viðtali við flugvallarstjórann þá sár vantar húsnæði og bæði tæki og vélar liggja undir skemmdum.

Valur Stefánsson, 26.5.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það hefur ekkert verið gert til að betrumbæta,flugvallarmálið hefur skapað svo mikla óvissu,haltu mér slepptu mér er búið að vera of lengi inni í myndinni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef fólk vill hafa flugvöllinn áfram þá verður það að sætta sig við að leggja norður-suður brautina niður. Ekki er nein skynsemi að halda í hana. Austur-vestur flugbrautina má lengja út í Skerjafjörðinn og taka syðsta hluta Suðurgötu undir brú.

Þessi flugbraut er mjög vannýtt enda dálítið styttri. Þegar vindrós Reykjavíkur er skoðuð þá eru austlægar áttir algengastar og því mun skynsamlegra að nota þá braut. Þá er mikill kostur að unnt er að draga verulega úr óþægindum fyrir þá sem búa í miðbæ, sunnanverðu Skólavörðuholti sem og í vesturbæ Kópavogs sem verða væntanlega þeirri stundu fegnastir þegar þessum ósköpum hefur verið létt af.

Vægi Reykjavíkurflugvallar á fyrst og fremst að binda við áætlunarflug innanlands, þyrluflug að einhverju leyti að ógleymdu sjúkra- og hjálparflugi. Annað flug eins og kennsluflug og tómstundaflug þarf að fara annað, t.d. væri unnt að koma slíku fyrir á minni flugvelli, t.d. Hólmsheiði eða fyrir sunnan og vestan Straumsvíkur.

Millilandaflugi og öðru þotuflugi er best sinnt í Keflavík. Við þurfum að setja mjög stífar hávaðatakmarkanir enda fylgir flugrekstri mjög mikill hávaði sem draga verður úr.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.5.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér líst vel á þessa útlagningu hjá þér Mosi,ég hef heyrt áður eitthvað svipað,þ.e. að leggja norður-suðurbraut niður,og vel er hægt að stíla fyrst og fremst við innanlandaflug og sjúkraflug,kennsluflug getur farið annað,en það kostar sitt að búa til sér völl fyrir kennsluflug og tómstundarflug.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.5.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María. 

Hér eru fróðlegar umræður og fólk með skoðanir. Ég tek undir margt af þessu enn við verðum að reyna að vinna með þetta mál með faglegum hætti. og tryggja það að flugvöllurinn verði á sama stað. Enn með litlum breytingum. Eins og allir vita verður þetta mál að vera í höndum fagmanna. Þá á ég við flugmenn sem gjör þekkja þessi mál og hvernig þessu væri best borgið fyrir okkur öll.

Ekki í höndum manna sem vita ekkert um flugvelli og hvernig væri best að haga þeim.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.5.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Valur Stefánsson

Ég myndi nú ekki vilja leggja niður norður - suður brautina (01-19) heldur kanski að stytta hana aðeins og lengja svo vestur brautina út í sjó og fá Suðurgötuna í stokk undir hana.  Með tilkomu nýju Dash vélanna í innanlandsfluginu þá verður mun minni háfaði í innanlandsvélunum en því miður heyrist aðeins of mikið í Fokkerunum okkar.   

Nú er búið að opna snertilendingarbraut á Sandskeið og þá fækkar enn frekar þeim lendingum í Reykjavík en þó verða nemar að fá tækifæri á að lenda hér líka því ekki viljum við hafa þá reynslu lausa þegar þeir útskrifast. 

En nú þurfa kjörnir fulltrúar í Borginni og á Alþingi að fara hlusta á meirihluta Reykvíkinga og tryggja völlinn í sessi og þá er hægt að fara vinna í að gera svæðið fallegt og aðlaðandi.

Jóhann ég er alveg sammála þér, það verða að koma fagfólk að þessum málum og hafa komið bæði góðar greinar frá flugmönnum og einnig veðurfræðingum sem hafa stutt veru vallarins í mýrinni.

Valur.

Valur Stefánsson, 27.5.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar leitað er að hagstæðum stöðum þar sem unnt er að setja niður flugvöll á næstu grösum við höfuðborgarsvæðið þarf að huga annars vegar að veðurfarslegum aðstæðum en hins vegar nálægð við gott byggingarefni. Spurning hvort ekki sé hyggilegt að huga að byggja flugvöll sem gæti nýst millilandaflugi annað hvort á Suðurlandi eða í Borgarfirði. Á Suðurlandi er áð mörgu leyti mjög fýsilegur kostur en þar eru aðstæður slíkar að þar má finna víða staði þar sem góð skilyrði eru, fjarlægð við næstu fjöll nokkuð góð. Hins vegar er suðaustanáttin þeim ókostum búin að feykja miklu af ryki en hreyflar flugvéla einkum þotna eru mjög viðkvæmir fyrir slíku, rétt eins og aska úr eldfjöllum sem berst víða.

Borgarfjörðurinn hefur ýmsa aðra kosti. Í Leirár- og Melasveit eru gríðarleg landflæmi þar sem örugglega má byggja stóran millilandaflugvöll. Þar er ógrynni af góðu byggingarefni sem nýtast má við byggingu jafnvel mjög stórs flugvallar. Þá eru þessir staðhættir að mestu lausir við sandstorma Suðurlandsins sem er mjög mikilsvert. Ókosturinn eru hins vegar sviftivindarnir undir Hafnarfjalli einkum í austlægum áttum. Versta áttin er þegar vindurinn kemur beint af fjallinu. Þó eru ábyggilega til hagstæðir staðir þar sem jafnvel austanáttin hafi ekki áhrif. Hagstætt er bæði fyrir flugtak og lendingar að hafa góðan vind, einkum ef hann kemur beint á móti flugfari.

Rétt væri að hefja veðurathuganir á sem flestum stöðum með hugsanlega flugvallargerð í huga. E.t.v. má hefja þegar í stað flugvallargerð þar með kennsluflug og tómstundaflug í huga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2008 kl. 08:50

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Valur er með sínar skoðanir að stytta þessar brautir ég tel flugmenn og fagmenn verða að svara þessu. það þíðir ekkert fyrir amatöra að benda á ákveðnar leiðir. Hins vegar hef ég talað við flugstjóra um þessi mál og þeir hafa sína skoðun á þessu og vilja ekki hreifa við flugvelinum. Ég tel að málefnaleg umræða og fagleg rök myndu vera góð í þessu máli.

Ég get tekið undir með þér að allt óþarfa flug þar á meðal æfingarflug gæti farið uppá Sandskeið eins og þú bendir á. Til þess verður að vera löglegur flugvöllur fyrir þetta flug.

Varðandi þessa borgarfulltrúa já ég get tekið undir með þér. Þetta mál er ekki boðlegt neinum, sem ég þar hlut af máli. Þetta er til vansa fyrir borgarfulltrúan Dag B Eggertsson, Svandísi Svavarsdóttur, Óskar Bergsson sem dregur nú í land vegna mikla mótspyrnu sem honum er veit. Og sumra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kjósendur munu ekki gleyma þessum fulltrúum sem berja með hatrömum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.5.2008 kl. 17:27

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Guðjón bendir á ákveðna hluti varandi rannsóknir og hvert ekki væri hægt að fara með flugvöllinn upp í Borgarfjörð sem dæmi.

Eitt vilja ég segja þér mér viðist þú vilja flugvöllinn burtu úr Reykjavík þú fer fínt í það.

Ef menn vilja samræma þetta við millilandaflugvöll væri það hægt ef íbúar á Álftarnesi myndu samþykja það. Enn því miður hefur of mikill tími farið í það að tala og tala sem hefur endað með því að málið hefur orðið útundan.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.5.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sælir og takk fyrir áhugaverðar athugasemdir.Ég tek alveg undir það sem þú segir Jóhann að amatörar geti ekki ráðskast með flugvöllinn,þar þurfa atvinnuflugmenn að koma að málum.

Mosi,mér sýnist þú vilja færa flugvöllinn á Suðurland eða Borgarfjörð,ef flugvöllurinn verður færður þá fer hann væntanlega til Keflavíkur,því þar er allt til staðar og kostnaðurinn mun vera minni við flutning þangað.Það yrði of dýrt dæmi að byggja allt upp frá grunni á nýjum stað.En eins og Jóhann segir þá yrði Álftanes góður kostur,og það eru ekki bara íbúar Álftanes sem verða að samþykkja það líka íbúar Kópavogs.

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband