Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Táknmál fyrir alla.

Mikið er rétt hjá Sigurlínu M.Sigurðardóttir, þegar hún fer fram á það að táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra,heyrnarskertra og daufblindra.Þetta eru sjálfsögð mannréttindi, til að létta þessu fólki lífið og ekki aðeins þeim heldur einnig okkur hinum sem getum tjáð okkur á hinn hefðbundna veg. óskandi væri að táknmál yrði gert að skyldufagi í skólum, jafnvel ætti að byrja  að kenna það á dagheimilum. Við skulum setja okkur upp mynd í huganum, reynum að muna hvernig við hinn almenni borgari hefur tjáð sig við þá sem nota táknmál, höfum við getað tjáð okkur á þann veg að það er okkur til sóma, nei ég held ekki ,allavega ekki ég. Getið þið ýmyndað ykkur hvað það yrði glæsilegt eftir ein 15-20 ár ef 50-75% íbúa landsins geta tjáð sig á táknmáli.

 


Próf fyrir útlendinga

Ég var að lesa blogg hjá Þrymi Sveinssyni bloggvini mínum, um próf fyrir útlendinga i Dannmörku.Ég er því innilega sammála.Ég legg til að við tökum upp sama kerfi og leggjum próf fyrir þá útlendinga sem vilja setjast hér að og gerast íslenskir ríkisborgarar. Við getum ekki látið það viðgangast að útlendingar setjist hér að og reyni ekki einu sinni að aðlagast landi og þjóð svo ég nefni ekki tungumálið. Þeir geta ekki ætlast til að við aðlögumst þeim, því þá myndi íslenskt þjóðfélga splundrast. Við erum lítið þjóðfélag og eigum að geta hjálpað því fólki sem vill setjast hér að í raun og veru, ekki bara vinna hér til að senda peninga úr landi til að hjálpa ættingjum og vinum heima fyrir (sem er hið besta mál útaf fyrir sig).Hjálpum þeim til að ná tökum á málinu, sendum þá í íslensku nám svo og nám til að læra um land og þjóð, reynum að tala við þá á íslensku um leið og við erum að gera okkur skiljanleg við þá á ensku. Komum fram við úlendinga eins og við viljum að sé komið fram við okkur á erlendri grund.

 


Alzheimer, hin langa kveðjustund aðstandenda.

Ég vil þakka Ástu R.Jóhannesdóttir fyrir hennar fábæru grein um Alheimersjúkdóminn, sem er í Morgunblaðinu í gær. Hún veit mæta vel um hvað hún er að tala og auðséð að hún hefur kynnt sér málið til hlítar, þar kemur hún að þeim aðstæðum sem sjúklingarnir búa við hvað varðar obinbera þjónustu, 100 manns býða eftir dagþjálfun og hvíldarinnlagnar plássum hafur fækkað niður í eitt.Óskandi væri að heilbrigðis ráðherra fari að gera sér grein fyrir þeirri aðstöðu sem maki lifir við

 þ.e.a.s.hugsandi um sjúklinginn daginn út og daginn inn, hjálpa honum að klæða sig,þrýfa sig og jafnvel að nærast. Málið er kanski það að það sérst ekki á Alzheimer sjúklingum að þeir séu veikir, nema þegar sjúkdómurinn er kominn mjög langt á leið, fólk hugsar bara já já, hann er bara farinn að eldast og er orðinn gleyminn, en svo gott er það nú ekki.

Um leið og ég bendi á grein Ástu , þá vil ég taka fram að ég hef enga trú á því að Samfylkingin  komi til með að gera einhvað kraftaverk í heilbrigðis málum, sú fylking hefur ekki gert  kraftaverk í einu né neinu, og væntanlega fá þeir ekki tækifæri til þess.

 

 


Gegnsæi í peningamálum meðal stjórnmálamanna á Spáni

Ég var að hlusta á fréttir frá Spáni,þar kemur fram að hluti af kosningastefnu hægri manna , er  að þegar ný stjórn tekur við hvort sem það er eftir þingkonsnigar eða bæjarstjórnar kosningar, þá eigi stjórnarmeðlimir að leggja fram skattskýrslu sem sýnir allar þeirra tekjur og eignir, einnig þegar þeir fara frá völdum. Þetta er væntanlega  til að koma í veg fyrir spillingu. Undanfarið ár hefur verið að rannsaka spillingu innan bæjarstjórnarmanna í ýmsum borgum og þorpum á Spáni, eins og t.d. í hinum fræga bæ Marbella, þar þurfti bæjarstjórinn að segja af sér og er búinn að sitja inni frá því í júli í fyrra og hann er ekki eina dæmið, þeir taka svo sannarlega á málunum.

 


Sund íþróttin

Nú fer fram stórsundmót þessa helgi Kr heldur þetta mót með miklum glæsibrag. Gaman er að fylgjast með bæði eldri og yngri sundmönnum, okkar framtíðarfólki ,, þau standa sig mjög vel

og eru að gera mjög góða hluti, bæta árangur sinn í hverju sundi, krakkarnir sem eru að keppa synda yfir þessa helgi 7-8 sund, sem ýmist 50m upp í 1500m. Það er ekkert smá sem sundfólk þarf að leggja á sig til að ná árángri,þau mæta 6 daga vikunar og æfa 2-4 tíma á dag sundum þurfa þau að mæta tvisvar á dag þ.e.a.s. kl 05.30 á morgnana áður en þau mæta í skólann, og það er ekki bara einu sinni í viku það er allt upp í  þrisvar í viku, það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir svona ungdómi sem leggja þetta mikið á sig til að ná árangri, það væri gaman ef fleirri gerðu það sama.

Gaman væri að sjá aðeins meir ummfjöllun í dagblöðum um sund íþróttina.Krakkarnir eiga það skilið.


Sagan endalausa.

Enn heldur Baugsmálið áfram, ég get ekki sagt annað en að ég er orðin leið á þessu og vonast eftir að þessu fari að ljúka. Nú er Jón Gerald búinn að játa bókhaldsbrot, ætli hann verði ekki sá eini sem á eftir að gjalda fyrir þetta, það kæmi mér ekki á óvart.

Nú er ég hissa.

Þá er búið að útiloka að heill hópur fólks komi til landsins, vissulega er ekki gott að fá klámráðstefnu til landsins, og ekki góð kynning fyrir land og þjóð, en er hægt lagalega séð að úiloka komu þeirra hingað, og hver á að borga brúsann, þ.e.a.s. tap hótelsins, tap flugfélagsins, og tap vegna skoðanaferða um landið.

 

 


Launamál kennara

Nú eru grunnskóla kennarar komnir af stað aftur, sorglegt er að vita að þessi stétt þurfi ár eftir ár að berjast fyrir bættum lífskjörum stéttarinnar. Kennarar eru þeir aðilar sem mestum tíma eyða með börnum okkar fyrir utan okkur foreldrana. Þeir eru ásamt okkur foreldrunum að undirbúa börnin okkar sem best fyrir framtíðini, undirbúa þau fyrir það líf sem bíður þeirra.

Þegar talað er um kennara þá kemur upp öfundartónn í mörgum, kennarar vinna ekkert, þeir eru í meira fríi en almenningur, fíi um páska, fríi um jólin altaf í fríi, það getur vel verið að þeir séu í meira fríi en aðrir, ég veit það ekki, en mér kemur það í raun ekki við, það geta ekki allir verið eins, ekki ræð ég við það þó svo að Baugs feðgar séu 100 sinnum ríkari en ég, þetta er einhvað sem ég verð að sætta mig við, það er eins með frí kennara.

Þegar talað er um vinnu kennara, þá er ekki talað um allann þann undirbúning sem kennarar þurfa að gera, dag eftir dag, fara yfir próf, fara yfir verkefni ,búa til verkefni o.fl  og þetta er yfirleitt gert

að kvöldi til heima þegar þeir eiga að vera í fríi og hvílast fyrir næsta dag, og sinna sinni fjölskyldu.

Ég legg til að almenningur í heild fari að sýna kennarastéttinni meir virðingu, og að laun þeirra verið leiðrétt í þá átt svo að þau verði mannsæmandi.


Hafnfirðingar breyta úrslitum

Nú eru Hafnfirðingar kampa kátir því þeir sjá sæng sína útbreydda, þeir ætla að breyta úrslitum þingkosningana sem fram fara 12.maí næstkomandi. Ekki vitum við hvað hópurinn er stór sem  ekki vill stækka álverið, einn ræðumanna líkti þessari baráttu við slag Davíðs við Golíat, þar sem Davíð fór með sigur af hólmi.Er þetta ekki óskhyggja fámenns hóps.

Umræða um Alzheimer sjúkdóminn

Kastljósi sendi ég 10 rósir fyrir að opna umræðuna um ALZHEIMER SJÚKDÓMINN. Þetta er umræða sem er mjög þörf í þjóðfélaginu, og hefði mátt vera fyrr.

Skömm er af því að vita að ekki eru til nógu mörg pláss fyrir hvíldarinnlagnir, þar sem þær eru mjög nauðsynlegar fyrir þá aðstaðdendur sem hugsa um sjúklingana, til að fá smá hvíld.

Ég vil nú ekki nefna það, ef sá aðili sem er að  hugsa um sjúklinginn veikist sjálfur, hvað á þá  að gera, því miður lokast allar dyr, ekki er hægt að koma alzheimer sjúklingnum neins staðar fyrir

fjölskyldan setndur uppi ráðvillt , því hvað sem börnin eru viljug að hjálpa til og taka föður eða móður inn á heimili sitt, þá er það ekki nóg fyir alzheimer sjúklinginn hann þarf fyrst og fremst á ummönnun að halda sem er í höndum faglærða, börnin geta verið góð við foreldra sína og reyna eftir bestu getu að létta þeim lífið á allann hátt eins vel og hægt er.

En nú er nóg komið það verður að finna einhver úrræði fyrir þennann hóp sjúlkinga, ég veit ekki hvort almenningur geri sér grein fyrir þeim gífulegum fjáhæðum sem maki og aðstendendur spara fyrir ríkið vegna ummönnunan í heimahúsi. KASTLJÓS ég sendi ykkur hér með ýmyndaðar fallegar 10 rósir.


Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband