Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þyrnirós vaknar af værum draumi !

Það er sérlega ánægjulegt að vita að nú eigi að úthluta fjármunum í öldrunarmál,og þá sérstaklega gleðilegt að 18 milljónir til dagvistunarmála heilabilaðra,þar sem ástandið í þeim málum eru mjög slæm.

Að vera heilabilaður blekkir marga.Alzheimer sjúkdómur er blekkingar sjúkdómur og blekkir bæði fjölskyldu og aðra.Af hverju segi ég blekkingar sjúkdómur,jú það er vegna þess að sjúkdómurinn sést ekki á sjúklingnum,viðkomandi sjúklingur getur litið út eins og fullfrísk manneskja og verið í einhvern tíma stálhraust á líkama, en svo tekur allt að gefa sig.Þegar einhver vinur hittir heilabilaða manneskju þá gerir hann sér ekki grein fyrir að viðkomandi er sjúk manneskja,fyrr en byrjað er að tala við sjúklinginn,þá getur hann ekki gefið greinagóð svör,svo smátt og smátt missir hann alveg færnina að tala,síðan hverfur færnin á flestur sviðum smátt og smátt,viðkomandi sjúklingur verður algjörlega háður maka eða þeim sem stendur honum næst.

Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ekki hefur verið  fyrr lagt meiri fjármuni í byggingu dagvistaheimila og langtíma vistunarheimili.Það er vegna þess að sjúklingurinn blekkir óafvitandi,það halda margir að viðkomandi sé ekkert veikur og þurfi ekki á aðstoð að halda,en raunin er önnur,allt önnur.Góður prestur sagði í sjónvarpsviðtali um föður sinn,að sjúkdómurinn væri HIN LANGA KVEÐJUSTUND vegna þess að við erum alltaf að kveðja nýjar og nýjar stöðvar sem áður voru sjálfsagðar en hafa einfaldlega horfið frá sjúklingnum,og við verðum að læra að lifa við það.


mbl.is Stykjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkið launin,þetta eru mannúðarstörf og eiga að vera vel borguð!

Ég er með tárin í augunum,því ég er ein þeirra aðstandanda sem er að reyna að koma sjúkum föður mínum fyrir á sjúkrastofnun,hann hefur verið greindur með Alzheimer í 8 ár og er háaldraður.

Móðir mín hefur hjúkrað honum og sparað fyrir ríkið stórar fjárhæðir.Þegar svo er komið að ekki er lengur hægt að leggja meira á aðstandendur,þá eru allar dyr lokaðar.Ég vil taka það fram að við erum þakklát fyrir 3 hvíldarinnlagnir sem hann hefur fengið.

Hvað er hægt að gera,það vill enginn starfa við þessi störf vegna þess að þau eru illa launuð,BORGUM meira þetta eru mannúðarstörf.Mér finnst skömm  að þessi þáttur skuli ekki vera skoðaður betur.Þeir sem hugsa um foreldra okkar og börnin okkar eiga að vera vel launuð,ég vona að þetta verði leiðrétt núna í þessari kjarabaráttu.


mbl.is Rými standa auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um Bústaðarveg,hvað á að gera fyrir hann !

Bústaðarvegurinn er einn af stofnbrautunum sem tengja Breiðholt við miðbæinn,og þar af leiðandi er gífurleg umferð daginn út og daginn inn.Ég sjálf þarf að fara um Bústaðarveg þegar ég fer í vinnu sem ætti ekki að taka mig lengur en 5 mín,þar sem ég bý ekki langt frá vinnustað mínum,en ef ég gef mér ekki 20-25 mín til að komast þá kem ég hreinlega of seint slík er umferðin.

Ég geri mér grein fyrir að það er mikil umferð víðsvegar um borgina,en Bústaðarvegurinn er slæmur.Spurningin er hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að létta á umferðinni t.d.  breikka veginn smávegis,það gefur reyndar ekki mikil tækifæri en smá samt.

Umferðin hér í Reykjavík jafnast á við umferð í mörgum stærri borgum erlendis ástæðan er væntanlega sú að á hverju heimili eru tveir og jafnvel þrír bílar.Vegna þess að við höfum það gott Íslendingar almennt þá viljum við einnig þægindi hvað varðar ferðamáta.Veðrið bíður ekki uppá mikla göngutúra til eða frá vinnu eða hjólreiðar,því veljum við frekar bíl.

Allar framfarir hvað varðar umferð eru af hinu góða,og ég vona að nýr meirihluti taka til í þessum málum.


mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ástæða að vera með svona yfirlýsingar !

Eftir mjög svo umdeilda yfirtöku meirihlutans í borgarstjórn,verð ég nú að segja að  svona yfirlýsingar hvað varðar flugvöllinn eru allskostar óviðeigandi nú sem stendur.Við vitum öll að flugvöllurinn er ekkert að fara á næstunni,ekki  fyrr en undir 2025 það eru 17 ár í það.

Flugvöllurinn er hjartans mál nýja Borgarstjórans,er einhver ástæða til að gefa minnihluta byr undir vængi með óeiningu innann meirihlutans,ég held ekki.Það logar allt í borginni vegna yfirtökuna og mér finnst að nýr meirihluti verði að ræða málin af skynsemi án stórra yfirlýsinga,það á ekki  við nú eins og málin standa í dag.


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósæmileg hegðun á pöllum borgarstjórnarhússins !

Ég reyndi að fylgjast með sjónvarpi þegar nýr Borgarstjóri tók við völdum,ég verð nú að segja að við verðum að sýna smá stillingu.Hvort sem okkur líkar betur eða verr við býja borgarstjórn,þá eru svona ólæti eins og voru á pöllunum ekki til góðs,og Íslendingum ekki til sóma.

Stjórnmál kalla ekki allt ömmu sína og þetta sem hefur verið að gerast í borgarstjórn núna undanfarna mánuði sýnir það,en við kjósendur höfum lítið að segja þegar búið er að ákveða einhvern hlut við verðum bara að sætta okkur við og gera gott úr.

Það eina sem í raun hrífur þegar á reynir er einfaldlega að fara ekki að kjósa ef við erum ósátt við eitthvað, eða kjósa á skjön við það sem við og þið hafið gert áður.

Við kjósendur verðum oft að sætta okkur við ef okkar fólk kemst ekki að, og það gerist ekkert,alls ekkert,því segi ég eigum við ekki að halda ró okkar og gefa Ólafi F Magnússyni tækifæri.


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ætla ég að skrifa undir.

Þó ég sé ekki par hrifin af uppátæki minna manna og tilkomu þeirra aftur til valda í borginni,þá mundi mér aldrei detta í hug að skrifa undir lista til að koma þeim aftur frá völdum.Ég bara vona að þessi nýi meirihluti haldist og friður komist á borgarstjórnar mál.Vinstri menn hafa haft borgina í ein 12 ár ef ég man rétt,og nú mega aðrir spreyta sig.
mbl.is Mótmæla nýjum meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæðaeftirlit og gæðamat gott og blessað,en !

Allar framfarir í skólamálum eru af hinu góða og gæðaeftirlit og gæðamat flokkast í þann hóp.Þegar talað er um gæðaeftirlit,hvað er þá verið að hugsa um?

Á að athuga með kennarana hvort þeir séu nógu hæfir til að kenna börnunum okkar,á að athuga með húsnæðið hvort það sé nógu gott eða maturinn? Væntanlega þarf að athuga alla þessa þætti,einnig kennsluefni.

Þarf ekki að leggja aðeins meira fjármagn í skólana,og jafnvel minnka fjölda barna í bekk það mundi bæta gæði kennslunnar til muna.Þegar bekkur státar af 30-35 glaðværum börnum er ekki von á góðu,kennslan getur ekki verið sem skyldi,kennarinn getur einfaldlega ekki sinnt öllum,æskilegt væri að hafa um 20 börn í bekk það er hæfilegur fjöldi bæði fyrir kennara og börnin sjálf.

Það er auðséð að einkvað vantar af fjármagni þegar börnin okkar eru send heim í byrjun árs með bækur sem eru að detta í sundur vegna ofnotkunar ár eftir ár,ég hef séð að bækur sem sonur minn fær í skólanum eru sumar nær 10 ára gamlar og búnar að fara í gegnum margar hendur,allar útkrassaðar,þetta er ekki skemmtilegt að sjá,en ég tek það fram að viðkomandi skóli er einn af minni skólum bæjarins og einn af betri skólum bæjarins með innan við 400 nemendur.

Því stend ég við það sem ég skrifaði hér að ofan,minnka skólana,fækka í bekkjum og auka fjármagn það mundi örugglega hjálpa menntakerfinu.

 

 

 


mbl.is Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti skemmtistaður í heimi???

Ég er ekki af þeirri kynslóða að geta skilið þessa auglýsingu.Þegar ég sá auglýsinguna frá fyrirtækinu Nova ,þá hélt ég að þetta væri í raun skemmtistaður,og hugsaði jæja nú erum við að fá glæsilegan skemmtistað,ég beið og beið og aldrei kom neinn skemmtistaður,alltaf hékk auglýsingin utan á húsinu í Lágmúlanum,og hangir væntanlega enn.

Hvernig á maður að skilja að fjarskiptafyrirtæki auglýsi sig sem stærsta skemmtistað í heimi,hvað er svona skemmtilegt við fjarskipti,eru fjarskipti ekki bara nauðsynleg fyrir alla aðila,það hefði ég haldið.


mbl.is Nova kærir Símann til Samkeppniseftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að hlúa betur að öldruðum.

Ég vil að vel sé tekið á móti útlendingum sem koma hingað í atvinnuleit og vilja setjast hér að,en ég hef alltaf sagt það og segi enn að þeir eiga að aðlagast okkur,ekki við þeim.Ef þeir þurfa að fara til læknis þá verða þeir að fara með einhvern sem talar okkar tungumál,og þeir eiga að hafa allar tryggingar í lagi.

Ástand aldraða hér á landi er ekki eins gott og við viljum vera að láta,því væri það óska staða mín að þessir peningar sem eiga að fara í stofnun sérstakrar deildar fyrir útlendinga verði látnir renna til öldrunarmála.

Vita yfirvöld yfirleitt hvað er best fyrir aldraða.Hefur einhvern tíman verið tekin úttekt á því hve sparnaðurinn er mikill á meðan öldruðum sjúklingi er hjúkrað af maka sínum á þeirra eigin heimili,nei ég held að yfirvöld hafi ekki hugmynd um það,en ég er viss um að það eru dágóðar upphæðir.

Það er sorglegt að vita til þess að ástandið í vistun fyrir sjúka eldri borgara sé í slíku ástandi að maki viðkomandi sjúklings missi sjálfur heilsuna vegna þess álags sem lagt er á hann.

Talað er um heimahjúkrun,það er gott og blessað svo langt sem það nær.Í sumum tilfellum hentar heimahjúkrun en ekki í öllum,ég geri ráð fyrir að hún henti sérstaklega ef sjúklingurinn er rúmliggjandi,en þeir eru það ekki allir,en þurfa á allri hjálp að halda samt.

Á hverjum lendir þessi hjálp sem ég nefndi,jú á makanum.Í tilfelli sem ég þekki þá þarf makinn að hjálpa á öllum sviðum,klæða,raka, lyfin,þvo,baða,mata,hjálpa með gang og jafnvel lyfta upp af gólfi þegar sjúklingurinn hefur fallið aftur fyrir sig beint á gólfið.Svo þegar talað er um vistun á heimili fyrir sjúklinginn þá eru allar dyr lokaðar,og margra ára bið, er þetta það sem við viljum bjóða okkar foreldrum ,ömmum og öfum og jafnvel ef ekkert verður gert í málunum þá bíður okkar ekkert betra.

Ég vona bara að okkar ágæti heilbrigðisráðherra  taki mið af því sem er að gerast í þjóðfélaginu,og láti þessi mál hafa forgang,því gamla fólkið okkar á  betra skilið.

 

 

 


mbl.is Sér heilsugæsla fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við í raun friða þessi forljótu hús.

Ég hef verið hlynnt því að varðveita gömul hús og aðrar gamlar minjar,en þessi hús eru forljót og Laugarveginum til skammar.Ég kæri mig ekki um aukaskatt vegna fiðurnar á þessum húsum,sem ég lít helst ekki á þegar ég fer niður Laugarveg.Hverjir koma til með að borga,verða það ekki skattborgarar.Eigandinn hefur fengið leyfi til að rífa húsin og ef loforðið verður svikið þá fer hann væntanlega í hart,og það mun kosta sitt,er þetta það sem við viljum?
mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband