Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Er ekki í lagi með föðurinn ?

Hverslags foreldrar geta gefið kornunga dóttir sína til manns á sextugsaldri.Margir segja jú þetta er leyft í múhameðstrú,og ef svo er þá þurfa múhameðstrúarmenn að athuga trúa sína,eða var faðirinn svo örvæntingafullur að hann einfaldlega seldi dóttir sína fyrir nokkra riyal,ef svo er þá er það sorglegt,svo ekki sé annað sagt.
mbl.is Beiðni um að átta ára stúlka fái skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við látum ekki ETA hræða okkur frá Costa Del Sol

Þetta er ekki eina sprengja sem sprungið hefur í sumar þær hafa verið þrjár,sú fyrsta  var sprengd fyrir einum mánuði síðan og er alveg við hliðina á Timon Sol sem margir Íslendingar þekkja og hafa gista þar  í gegnum árin.En óneitanlega er skrítið að vita til þess að ETA er að sprengja á því svæði sem ég eyði mínu sumarfríi og þekki út og inn.Nú var sprengt á bílastæði við smábátahöfnina við Benalmadena sem er ekki mjög langt frá þar sem íslendingarnir dvelja,en ganga þar um sér til skemmtunar að degi til jafnt sem að kvöldi til,en sem betur fer var þetta bara smá sprengja sem gerði ekki mikinn usla.

Aðskilnaðarsinnar ETA eru glæpamenn,og mjög lítill hluti af íbúum Baskahéraðs, stór hluti íbúa Baskahéraðs eru langþreyttir á glæpum ETA samtakana,og vilja frið sem fyrst.

Costa Del Sol er vinsælasti ferðamanna staður Spánar,og hingað til hefur þessi staður fengið frið fyrir ETA,en samt hefur heyrst í sjónvarpi um sprengju hér og þar t.d. í Malaga höfuðborg héraðsins.En það sem ETA vill er að eyðileggja sem mest og ef þeir geta eyðilagt ferðamanna strauminn á þetta svæði þá dansa þeir stríðsdans,en vonandi þurfa þeir að bíða lengi.

 


mbl.is Íslendingar óhræddir við ETA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert viðmið,ekkert að marka...

Er ekki of snemmt að koma með marktæka skoðanakönnun,eigum við ekki að leyfa Hönnu Birnu að verða borgarstjóri fyrst og dæma svo.Þessi meirihluti verður hvort sem er aldrei vinsæll hjá andstæðingunum,það segir sig sjálft.
mbl.is Þriðjungur styður Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér hafið þið möguleika að kjósa ykkar flokk !!!

Hvernig er fylgi flokkana,kjósið í nýrri skoðunarkönnun sem er á síðunni hjá mér...

Listaháskóli við Laugaveg ???

Ég hef  verið erlendis undanfarið og ekki fylgst vel með umræðunni um listaháskóla við Laugarveg,en eftir því sem ég get best séð þá skil ég ekki þessa staðsetningu.Ég spyr sjálfa mig hvað á listaháskóli að gera á þröngri lóð við Laugaveginn ?

Ég var að lesa gamla Mogga,og rakst á ágætis grein frá 10.ágúst bls, 33 og er greinin eftir Samúel T Pétursson og heitir "Listaháskóli við Hlemm". Þar talar hann um lóðina þar sem lögreglustöðin stendur nú,en mun þurfa annað húsnæði í framtíðinni.Ég segi fyrir mig að ég væri mjög ánægð með staðsetningu listaháskóla við Hlemm,þar er nóg pláss, hægt væri að byggja við stöðina eða einfaldlega rífa hana niður,þar er strætó við næsta leiti og nálægði við miðbæinn mikil.Að fá listaháskóla á lóðina við Hlemm væri mikil lyftistöng fyrir þetta svæði og miðbæinn í heild.Það sama er ekki hægt að segja um staðsetningu við  Laugaveginn,þar yrði að púsla húsinu saman á þröngri lóð,það yrði sorglegt að leyfa ekki fallegri byggingu að njóta sín á góðri lóð.

Ég styð þessa tillögu og vona til þess að hún verði tekin til athugunar.

 

 


Stór titill !!!

Saving Iceland,ég bara vissi alls ekki að samtökin vildu bjaga landinu,frá  hverju gjaldþroti eða hryðjuverkum? við Íslendingar verðum sjálf að sjá um okkar náttúru,og bera virðingu fyrir henni á allan hátt.


mbl.is Saving Iceland tekur niður búðir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt ad blogga med erlendu letri !!!

Ég á alltaf erfitt með að blogga thegar ég er ekki með tölvuna mína með íslensku letri.Ég nota púkann til að leiðrétta,en thad gengur ekki alltaf,thegar ég skrifa t.d. th,ae,thá leiðréttist ordid ekki. Thetta gerir thad að verkum að bloggið verður stafsetningalega séð stórskrítið.Ég veit ekki hvort ég sé að fara framá eitthvað óraunhaeft,en gott vaeri ef haegt vaeri að leiðrétta fleiri orð,thid sem eruð sérfraedingar í tölvum,búið til forrit til að leiðrétta frá erlendu letri,yfir á lesanlegri íslensku.

Alveg eins og í kvikmyndinni "Alone at home"

Mikið að gera hjá stórri fjölskyldu.Sem betur fer var í lagi með barnið,henni hefði getað verið raent af einhverjum óprúttnum.Thetta segir manni að aldrei má líta af börnunum,hvorki á ferðaloegum né heimafyrir.
mbl.is Gleymdu barninu í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneyksli og aftur hneyksli.

Ég hef engin önnur orð um thetta. Hann sat inni í 21 ár eftir að hafa drepið með köldu blóði 25 manns.Sem verra er að hann á eftir að búa í sömu íbúðarblokk og fjölskylda 6 af fórnarlömbum hans.Ég er smeyk um að einhver af ástvinum fórnarlambanna kemur til með að steindrepa óþokkann og  sem verra er að thessi sami mun vera settur undir lás og slá í mun lengri tíma en thetta kvikindi.Svona er réttarfarid  í dag.

Ég hef séð myndir frá réttarholdunum og thegar hann hefur verið í hungurverkfalli og thad er ekki falleg sjón,hvílíkt glott og ógeðslegur svipur á kvikindinu,og thau orð sem hann hefur látið falla er ekki frá venjulegum  manni,hann er álitinn staurklikkaður. Við vitum ekki hvað hann á eftir að gera af sér eftir daginn í dag, sem er sorgardagur hjá fórnarlömbum ETA samtakanna.


mbl.is Dæmdur ETA-maður látinn laus á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju frú Dorrit,flottur búningur.

Mér líkar vel að frú Dorrit skuli halda merkjum skautbúningsins okkar á lofti.Réttur búningur á réttum tíma,enda fer skautbúningurinn henni vel.Íslenskar konur mættu nota skautbúning oftar eins peysufötin,auðvita eiga ekki allir þessa búninga,en thad er hagt að útvega sér thá fyrir sérstök tækifaeri.
mbl.is Dorrit klæðist merkum skautbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband