Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

"Svona er lífið vinur"

Móðir mín gaukaði að mér smá vísu sem hún hafið fengið í hendurnar og er eftir konu sem fæddist 1876 og heitir Guðríður Guðlaugsdóttir.Kona þessi var spurð hvernig henni litist á lífið og afkomuna,þetta var í kringum 1970, gamla konan svara á þessa leið :

              Öllu er sóað, ekkert hik

              af ótta þjóðin stynur.

              Allstaðar eru svindl og svik

              Svona er lífið vinur!

Ekki er hægt að segja annað en að þessi vísa eigi við í dag,þar sem þjóðin er á barmi örvæntingar og rammvillt.Í fjölmiðla koma hinir og þessir sérfræðingar að segja okkur hvað við eigum að gera,aðrir skrifa greinar.Eitt er víst að allir hafa skoðanir,og allir halda sig  hafa réttar skoðanir,einn segir þetta og annar segir hitt.Hverju eigum við að trúa og hverjum? ekki veit ég það. Eitt veit ég með vissu,það er að hinn almenni borgari er orðinn þreyttur, ringlaður og vonsvikin.Að þessi hræsni,sviksemi og prettir skuli viðgangast hér á þessu litla landi,Íslandi.

 

             

 

 

             


Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Des. 2017

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband