Hafnfirðingar breyta úrslitum

Nú eru Hafnfirðingar kampa kátir því þeir sjá sæng sína útbreydda, þeir ætla að breyta úrslitum þingkosningana sem fram fara 12.maí næstkomandi. Ekki vitum við hvað hópurinn er stór sem  ekki vill stækka álverið, einn ræðumanna líkti þessari baráttu við slag Davíðs við Golíat, þar sem Davíð fór með sigur af hólmi.Er þetta ekki óskhyggja fámenns hóps.

Umræða um Alzheimer sjúkdóminn

Kastljósi sendi ég 10 rósir fyrir að opna umræðuna um ALZHEIMER SJÚKDÓMINN. Þetta er umræða sem er mjög þörf í þjóðfélaginu, og hefði mátt vera fyrr.

Skömm er af því að vita að ekki eru til nógu mörg pláss fyrir hvíldarinnlagnir, þar sem þær eru mjög nauðsynlegar fyrir þá aðstaðdendur sem hugsa um sjúklingana, til að fá smá hvíld.

Ég vil nú ekki nefna það, ef sá aðili sem er að  hugsa um sjúklinginn veikist sjálfur, hvað á þá  að gera, því miður lokast allar dyr, ekki er hægt að koma alzheimer sjúklingnum neins staðar fyrir

fjölskyldan setndur uppi ráðvillt , því hvað sem börnin eru viljug að hjálpa til og taka föður eða móður inn á heimili sitt, þá er það ekki nóg fyir alzheimer sjúklinginn hann þarf fyrst og fremst á ummönnun að halda sem er í höndum faglærða, börnin geta verið góð við foreldra sína og reyna eftir bestu getu að létta þeim lífið á allann hátt eins vel og hægt er.

En nú er nóg komið það verður að finna einhver úrræði fyrir þennann hóp sjúlkinga, ég veit ekki hvort almenningur geri sér grein fyrir þeim gífulegum fjáhæðum sem maki og aðstendendur spara fyrir ríkið vegna ummönnunan í heimahúsi. KASTLJÓS ég sendi ykkur hér með ýmyndaðar fallegar 10 rósir.


Símar í umferðinni.

Ekkert fer eins í taugarnar á mér eins og að sjá ökumenn með aðra hönd á stýri og hina haldandi á GSM síma, hvernig getum við ætlast til að umferðin hjá okkur sé í góðu lagi þegar ekkert er gert til að stöðva þessa þróun. Að aka bíl er vandasamt verk, sem krefst fullra athygli ökmannsins, væri ekki ráð að koma á einhverskonar tilkynningaskyldu til lögrelunnnar þegar sérst til ökumanns talandi í GSM síma akandi. Og til þessarra ungu manna sem óku á ofsahraða núna um helgina um götu bæjarins,hvað eruð þið eiginlega að hugsa,? þið verðið að bera virðingu fyrir náunganum svo og ykkur sjálfum, því ef þið gerið það ekki þá hafið þið ekkert með það að gera að stjórna ökutæki, hvort sem það er bíll eða annað, þið eruð stór hættulegir umhverfinu með þennann sjálfseyðingar hugsunarhátt, eins og virðist ríkja hjá svo mörgu ungu fólki í dag.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband