Færsluflokkur: Menntun og skóli

Hættum þessu rugli ....

Er ekki nóg rugl í samfélaginu svo við förum ekki að flokka framhaldsskóla í mismundandi flokka.Það segir sig sjálft að þeir framhaldsskólar sem LEYFA SÉR að taka bara inn nemendur sem eru með 8.5 til 9 í meðaleinkunn eru með góða nemendur, en það segir ekki til um gæði kennarana,ég myndi halda að úrvalskennarar  væru ekki síður í þeim skólum þar sem nemendur eru með aðeins lægri einkunn,það reynir kannski meira á kennarana.Hvar eru nemendur sem t.d. eru fatlaðir eða eiga einhverja erfiðleika í námi,eru þeir í þessum "elítu skólum".

Við skulum ekki koma inn hjá okkar unga fólki að þeir séu annars flokks þegnar vegna þess að þeir eru ekki í skólanum sem vann GETTU BETUR,eða þeim skóla sem vann MORFÍS. Leyfum unga fólkinu okkar að vera ánægð með þá skóla sem þau velja sér, því hver skóli hefur sitt að bjóða.


mbl.is MR bestur að mati Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur grunnskólanna.

Spilling virðist þrífast á fleiri stöðum en í bankakerfinu,ef það er rétt að sumir grunnskólar í Reykjavík hafi verið að sprengja upp einkannir nemenda sinna þá er ekki gott í efni.Með þessu er einfaldlega verið að svindla á framhaldsskólum í Reykjavík,og í raun ekki verið að hjálpa börnunum,því þau hafa kannski komist inn í skóla sem verða þeim erfiðir seinna meir.Ég get ekki séð annað en að þessir fjórir svokallaðir vinsælustu skólar komi til með að vera með lélegri nemendur en þeir bjuggust við.

Ég er nú ekki sérfræðingur í skólamálum, en hefur niðurfelling samræmda prófa verið nógu vel útfærð og skipulögð ?. Ég segi þetta vegna þess að prófin sem unglingarnir voru að taka eru æri misjöfn. Ég hef heyrt að í  sumum skólum tóku börnin kafla próf sem eru mun auðveldari próf en samræmdu prófin,í öðrum skólum voru búin til próf sem líktustu  samræmdu prófi og voru  því   erfiðari próf og þar af leiðandi koma þessi börn með lægri heildareinkunn út úr prófunum.

Ef grunnskólabörn eiga ekki að taka samræmd próf þá er skylda menntamálaráðuneytisins að sjá til þess að allir skólar séu með samskonar próf,þ.e. að lengd og tíma,til þess að koma fyrir blekkingaleiki sem þessa.

 


Gæðaeftirlit og gæðamat gott og blessað,en !

Allar framfarir í skólamálum eru af hinu góða og gæðaeftirlit og gæðamat flokkast í þann hóp.Þegar talað er um gæðaeftirlit,hvað er þá verið að hugsa um?

Á að athuga með kennarana hvort þeir séu nógu hæfir til að kenna börnunum okkar,á að athuga með húsnæðið hvort það sé nógu gott eða maturinn? Væntanlega þarf að athuga alla þessa þætti,einnig kennsluefni.

Þarf ekki að leggja aðeins meira fjármagn í skólana,og jafnvel minnka fjölda barna í bekk það mundi bæta gæði kennslunnar til muna.Þegar bekkur státar af 30-35 glaðværum börnum er ekki von á góðu,kennslan getur ekki verið sem skyldi,kennarinn getur einfaldlega ekki sinnt öllum,æskilegt væri að hafa um 20 börn í bekk það er hæfilegur fjöldi bæði fyrir kennara og börnin sjálf.

Það er auðséð að einkvað vantar af fjármagni þegar börnin okkar eru send heim í byrjun árs með bækur sem eru að detta í sundur vegna ofnotkunar ár eftir ár,ég hef séð að bækur sem sonur minn fær í skólanum eru sumar nær 10 ára gamlar og búnar að fara í gegnum margar hendur,allar útkrassaðar,þetta er ekki skemmtilegt að sjá,en ég tek það fram að viðkomandi skóli er einn af minni skólum bæjarins og einn af betri skólum bæjarins með innan við 400 nemendur.

Því stend ég við það sem ég skrifaði hér að ofan,minnka skólana,fækka í bekkjum og auka fjármagn það mundi örugglega hjálpa menntakerfinu.

 

 

 


mbl.is Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband