Launamál kennara

Nú eru grunnskóla kennarar komnir af stað aftur, sorglegt er að vita að þessi stétt þurfi ár eftir ár að berjast fyrir bættum lífskjörum stéttarinnar. Kennarar eru þeir aðilar sem mestum tíma eyða með börnum okkar fyrir utan okkur foreldrana. Þeir eru ásamt okkur foreldrunum að undirbúa börnin okkar sem best fyrir framtíðini, undirbúa þau fyrir það líf sem bíður þeirra.

Þegar talað er um kennara þá kemur upp öfundartónn í mörgum, kennarar vinna ekkert, þeir eru í meira fríi en almenningur, fíi um páska, fríi um jólin altaf í fríi, það getur vel verið að þeir séu í meira fríi en aðrir, ég veit það ekki, en mér kemur það í raun ekki við, það geta ekki allir verið eins, ekki ræð ég við það þó svo að Baugs feðgar séu 100 sinnum ríkari en ég, þetta er einhvað sem ég verð að sætta mig við, það er eins með frí kennara.

Þegar talað er um vinnu kennara, þá er ekki talað um allann þann undirbúning sem kennarar þurfa að gera, dag eftir dag, fara yfir próf, fara yfir verkefni ,búa til verkefni o.fl  og þetta er yfirleitt gert

að kvöldi til heima þegar þeir eiga að vera í fríi og hvílast fyrir næsta dag, og sinna sinni fjölskyldu.

Ég legg til að almenningur í heild fari að sýna kennarastéttinni meir virðingu, og að laun þeirra verið leiðrétt í þá átt svo að þau verði mannsæmandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

takk fyrir þetta innlegg.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.2.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband