Próf fyrir útlendinga

Ég var að lesa blogg hjá Þrymi Sveinssyni bloggvini mínum, um próf fyrir útlendinga i Dannmörku.Ég er því innilega sammála.Ég legg til að við tökum upp sama kerfi og leggjum próf fyrir þá útlendinga sem vilja setjast hér að og gerast íslenskir ríkisborgarar. Við getum ekki látið það viðgangast að útlendingar setjist hér að og reyni ekki einu sinni að aðlagast landi og þjóð svo ég nefni ekki tungumálið. Þeir geta ekki ætlast til að við aðlögumst þeim, því þá myndi íslenskt þjóðfélga splundrast. Við erum lítið þjóðfélag og eigum að geta hjálpað því fólki sem vill setjast hér að í raun og veru, ekki bara vinna hér til að senda peninga úr landi til að hjálpa ættingjum og vinum heima fyrir (sem er hið besta mál útaf fyrir sig).Hjálpum þeim til að ná tökum á málinu, sendum þá í íslensku nám svo og nám til að læra um land og þjóð, reynum að tala við þá á íslensku um leið og við erum að gera okkur skiljanleg við þá á ensku. Komum fram við úlendinga eins og við viljum að sé komið fram við okkur á erlendri grund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála þessu. Eins og staðan er núna vinna nýbúar sem hafa lítil eða engin tök á málinu t.d. á leikskólum, sjúkrahúsum og svo veitingastöðum eins og kunnugt er orðið. Ég frétti af einum gömlum manni sem lá á sjúkrahúsi og hringdi á neyðarlínuna eftir aðstoð því enginn á spítalanum (á vaktinni) skyldi hvað hann þarfnaðist. Hann panikkeraði og hringdi sem sagt í 112 og kallaði „komið og hjálpið mér“

Kolbrún Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband