Ég fór í þriggja daga heimsóka til Færeyja, við flugum út á mánudag og komum heim í gær, flugið tók 1 klt og 15 mín, og var afskaplega fallegt að sjá yfir eyjarnar. Ég var mjög hrifin af Færeyjum og er viss um að ég á eftir að heimsækja eyjarnar seinna, þrátt fyrir að aðflugið hafi ekki verið eins ljúft og ég hafði búist við, en það gleymdist um leið og ég snerti fasta jörð. Við dvöldumst í Þórshöfn á Hótel Hafnía, sem er í miðbæ Þórshafnar, alveg rétt hjá ræðismanns skrifstofu Íslands sem á að opna um helgina, skrifstofan er staðsett í timburhúsi sem er í gömlum stíl eins og mörg hús í Þórshöfn. Við lögðumst á gluggana og kíktum inn og súm að allt var á fullu við að klára innréttingar svo að hægt væri að taka húsið í notkun um helgina. Hópurinn fór í skoðunarferð að Krikjubæ, þar er að finna minjar frá miðöldum og kirkju sem hefur verið varðveitt , þar hittum við fyrir gamlann Fæeying sem talaði príðis góða íslensku, hann sagði okkur frá ýmsu hann sagði að Færeyingar sæktu ýmislegt til íslendinga bæði hvað varðar menningu og ekki síst tungumálið, hann tiltók orðið ÞIRLA sem hann sagði að þeir hafðu tekið frá okkur. Í matreiðslubók með gömlum færeyskum uppskriftum sá ég að þeir hafa líka sitt laufabrauð. Við sáum að óneitanlega eru þessar tvær þjóðir mjög líkar, við höfðum gaman af því að lesa götuskilti og auglýsingar og við héldum að við gætum skilið þetta, en annað kom í ljós í mörgum tilfellum því þó svo að orðið sé það sama og í íslensku þá er þýðingin önnur, og þegar við uppgötvuðum þetta þá heyrðust hlátraköll um allt. Ég var ánægð að sjá hvað þeir halda sínum séreinkennum í húsagerðalist, þeir eru mikið með torfþök, og mikið af gömlu húsunum eru friðuð, svona séreinkenni fara hverfandi bæði þar og hér heima. Bara svona í gamni þá var öllum í hópnum gefið sérnafn til að einkenna okkur og ég hét María í Götu.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.