Breska stúlkan sem hvarf.

Hræðilegur atburður hafur gerst í Algarve á suður Portúgal, 3 ára gömul stúlka Madeleine McCann hvarf úr íbúð sinni þar sem hún svaf ásamt 2 ára tvíburabræðrum sínum. Sem betur fer er þetta atburður sem gerist mjög sjaldan,en gerist samt sem sýnir sig. Það sem gerir mig alveg orðlausa er hverning vel menntaðir foreldrar læknar bæði tvö, geta gert svona mistök að skilja börnin þrjú eftir alein i íbúðinni,það er yfirleitt hægt að fá barnapössun í gegnum ferðaskrifstofurnar.Á svona sólarlandastaði safnast saman allkonar fólk frá öllum löndum portúgalir,spánverjar englendingar o.fl. og þá er ég ekki að tala um ferðamenn,  heldur hina sem sjá lífið svo auðvelt,  ,þeir sem ekki vilja vinna hina hefðbundnu vinnu frá 09.00-17.00, þeir sjá sól alla daga, matur ódýr,bjór og vín í hverju horni og hvað fatnað varðar þá þarf ekki mikið af dýrum fatnaði,þeir vinna einn og einn dag til að fá smá pening og þess á milli betla þeir, þetta fóllk er stundum til í að gera hvað sem er,og hvað það er það vitum við ekki. Svo eru það hinir sem lifa í lúxús, flottar villur flottir bílar og spara ekkert við sig í mat, þeir safna að sér vesalingum sem vilja lifa auðveldu lífi,láta þá stela fyrir sig t.d. flottum bílum og keyra þá til Evrópu og selja dýrum dómi,og hvað vitum við hvað annað þeir láta stela fyrir sig. Þetta er einhverskonar skipulögð rússnesk mafía, og þeir eru búnir að koma sér fyrir á mjög mörgum vinsælum ferðamannastöðum bæði á Spáni og í Portúgal,ég bara vona að Madeleine litla hafi ekki lent í höndunum á svona mönnum og finnist fljótt, því engir foreldrar né barnið eiga  skilið að þurfa að ganga í gegnur svona sálarangist.Ég hef tengst Portúgal og Spán síðastliðin 30 ár og þekki vel til þessa landa,ég ferðast mikið um á bíl og þarf vissulega mikið að stoppa hvort sem er á bensínstöðum eða matsölustöðum,ég hef alla tíð verið mjög vör um mig og mína fjölskyldu þegar ég sé til stórra vöruflutningabíla, ég hef smá ráð fyrir þá sem ferðast um á bílum. LÍTIÐ EKKI AF BÖRNUM YKKAR ÞEGAR VÖRUFLUTNINGABÍLAR ERU NÁLÆGT, ÞVÍ ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ KIPPA BARNI UPP Í SVONA BÍLA OG AKA Í BURT,þeir fara um alla Evrópu. Í flestum tilfellum eru þetta bara venjulegt fólk að gera vinnu sína en maður veit aldrei hvað leynist í þessum stóru trukkum. Einhvern veginn slunginn sleppur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hvað ég get tekið undir þetta með þér og hvað ég finn til með þessum foreldrum. Ég sagði einmitt við manninn minn í gær, ef bara hægt væri að snúa við tímanum. Þau hljóta greyin að naga sig í handarbökin.  Einhver hefur örugglega verið að fylgjast með þeim og sætt lagi þegar þau sáust á veitingastaðnum. Ég bjó í 5 ár í USA með 2 börn og var allan tíma sjúklega parnoid vegna tilhugsunar um að svona gæti gerst og hagaði mér því eftir því. Bara tilhugsunin ein fékk mann til að skjálfa. Ég held að maður verði að hugsa svoleiðis þegar maður er á erlendri grund innan um fólk sem kann að svífast einskis. Ég bið fyrir því að stúlkan finnist heil á húfi. Er alltaf að hugsa um þetta. Ég hef einu sinni komið þarna á Algarve. Þetta er sætur og vinsamlegur bær svo mikið er víst. Hjónin hafa haldið að þau gætu verið alveg örugg.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vann á Algarve í nokkur ár sem fararstjóri, ég þekki vel til staðarins, og líka til íbúana, þetta er gott fólk. En alltaf leynist innanum fólk með illar hugsanir,og örugglega hefur verið fylgst með þeim, og þetta er ekki í eina skiptið sem þau skilja börnin eftir ein.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.5.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég skil það vel Guðmundur, við erum örugg hér á Íslandi, en erlendis vitum við a<ldrei hvað getur gerst.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband