Akureyri-Keflavík og innanlandsflug.

Nú mega Akureyringar vera kampa kátir,þetta kemur til með að vera mun þægilegra fyrir þá að ferðast í framtíðinni,og ég er glöð fyrir þeirra hönd.Þetta flug Akureyri-Keflavík gerir það að verkum að ferðakostnaðurinn minnkar, ekki þarf á næturgistingu í Reykjavík,ekki þarf leigubíl á milli innanlandsflugs og hótelsins og ekki þarf að borða þennan dag sem dvalið er í Reykjavík og ekki þarf á rútu að halda til að komast til Keflavíkur.Í mínum huga er þetta byrjunin á því að færa innanlandsflug til Keflavíkur,og ég er algjörlega á móti því,eins og ég bendi á þarna erum við Reykvíkingar strax farin að missa störf. Ég tek það fram að mér finnst að við eigum að gera allt til þess að gera auðveldara fyrir landsbyggðina til að ferðast hingað til Reykjavíkur og til Keflavíkur, en það eru ekki bara landsbyggðafólk sem ferðast þessa leið það erum líka erlendir ferðamenn.Ef innanlandsflug verður fært til Keflavíkur þá missum við mikið af störfum,ég ætla enn einu sinni að rifja upp úr fyrri bloggi mínu um innanlandsflug. Við missum vinnu og tekjur úr ferðamannageiranum þ.e. HÓTEL,VEITINGASTAÐIR,LEIGUBÍLAAKSTUR, VERSLUN AF ÝMSU TAGI SKOÐUNARFERÐIR Í RÚTU, MINNKUN AÐSÓKN Á ALMENNINGSSÖFN T.D. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG ÁRBÆJASAFNIÐ SUNDLAUGAFERÐIR OG AÐSÓKN Á LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR,BÍÓFERÐIR. Þetta er bara hluti af því sem ég man í augnablikinu,ég er sjálf að vinna með ferðamenn og er ég að rifja upp þær spurningar sem ég fæ dags daglega frá erlendum ferðamönnum.Akureyri - Keflavík er gott mál svo framarlega sem það er ekki byrjunin á því að færa innanlandsflug til Keflavíkur,ég segi stopp.Innanlandsflug áfram í Reykjavík.


mbl.is Fyrsta flug Icelandair frá Akureyri til Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt !!!algjörlaga sammála þessari grein/Til Hamigju með dagin /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.6.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband