Bílastæði öryrkja og letingjar.

Ég var að koma úr einum af stórmörkuðum bæjarins,sem er ekki frásögu færandi. Þegar ég var að leggja mínum bíl löglega í eitt af bílastæðunum kom bíll brunandi eftir bílastæðinu og sá ég að undir stýri sátu tvær ungar og fallegar stúlkur,ég veiti þessum bíl ekki meira athygli en þegar ég sá hvar hann leggur í stæði fatlaða þá fer ég að hugsa nú þær eru fatlaðar,gott að það var laust stæði fyrir fatlaða, en þegar þessar tvær fallegu dömur stíga út úr bílnum leggjalangar á háum hælum, þá eru þær ekki líkamlega fatlaðar,heldur alheilbrigðar,hvort þær hafi ekki kunnað að ganga langar leiðir á háum hælum þess vegna þurftu þær að leggja í bílastæði fatlaða sem var næst versluninni eða voru þær hrint og beint letingjar sem ekki bera virðingu fyrir þeim sem ekki eru jafn heilbrigðir og þær sjálfar.Spurningin er hver er fatlaður og hver er ekki,nennum við sem eigum að teljast ófötluð,virkilega ekki að ganga nokkur spor og leggja bílum okkar í þau stæði sem er okkur ætluð,sem í þessu tilfelli var nóg af,bílastæði fyrir fatlaða eru yfirleitt ekki fleiri en 1-2. Ég get verið dálítið óforskömmuð stundum,því ég mætti stúlkunum inni í versluninni og ég ókvart fyrir þær með vagninn minn og ég sagði við þær fyrirgefið þið eruð fatlaðar ég skal færa mig,ég veit að þetta var ljótt af mér en ég réði ekki við mig.Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Gott hjá þér, en mundu að öryrkjar eru ekki það sama og hreyfihamlaðir, eða þeir sem eru líkamlega fatlaðir.

kv

ÞG

Þröstur Unnar, 19.6.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott hjá þér og takk fyrir. Ég er ein af þeim óheppnu sem á svona P merki, en ég nota það bara þegar ég er slæm, þegar ég get gengið eðlilega þá legg ég í P annars eru þessar stelpur að mínu mati, dæmi um það virðingaleysi sem fólk er farið að sýna hvert öðru hvar sem er í þjóðfélaginu, og því miður er það okkur uppalendum að kenna, þó svo að ég hafi alið mín börn upp við kurteisi og virðingu gagnvart samborgurum sínum, þá hafa margir ekki fengið neina handleiðslu í mannlegum samskiptum og kunna sig því miður ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir þetta innlegga frá ykkur,já það er satt hjá þér Þröstur,það ekki það sama,ég skal hafa það í huga. Kveðja María 

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.6.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já satt segir þú Guðmundur,nei ég vildi ekki hringja í lögregluna,en peningasekt hafði verið mátuleg á þær.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband