Vangaveltur.

Þvílík forréttindi er það að búa á landi sem hefur slíkan fjölbreytileika eins og Ísland,fjölbreytileikinn birtis í mörgum myndum hér á landi. Við erum að verða fjölþjóðaþjóðfélag,sem gefur okkur breytilega menningu,við erum á góðri leið með að verða hástétta ?,miðstétta? og lástétta? þjóðfélag nokkuð sem maður varð ekki svo mikið var við hér áður fyrr. Hér eru stéttir manna sem hafa efni á að kaupa sér 200-300 milljóna villur og keyra um á 15-20 milljónir.bílum og á milli landa fara þessar fjölskyldur ekki öðruvísi en í einkaþotum,ferðast ekki með hinum vesalingunum,og eru þar að auki með lífverði.Millistéttin er væntanlega fjölmennust,og sennilega fæstir þeir sem ekki hafa til hníf og skeiðar.Ég set spurningamerki við hástétta,millistétta og lágstétta þjóðfélag, ,en aurar eiga ekki að flokka fólk í hópa,það er enginn mælikvarði,menningin hlýtur að liggja í manninum sjálfum,hvernig hann hagar sínu daglega lífi og framkoma hans við náungan.Fjölbreytileikinn birtist einnig í heilbrigðis kerfinu,sjúkur maður leggst inn á spítala og fær að vera það í nokkra daga,hvað gerist svo hann er sendur á annan spítala út á land,fjölskyldan getur erfilega heimsótt viðkomandi þetta kallar maður fjölbreytileika.Þegar við verðum eldri,hvað gerist þá, við komum okkur á elliheimili,því við viljum eiga góð róleg ár með makanum,við erum búin að gera ekkar fyrir þjóðfélagið og eigum siðferðilega rétt á þægilegu lífi í ellinni. Maður er búin að sofa í sama rúmi og maki manns í 60-70 ár, en þetta breytist allt þegar við verðum gömul, við þurfum ekki einu sinni að sofa í sama herbergi,því okkur er úthlutað sitthvort herbergið,og allt í einu erum við farin að sofa hjá einhverju ókunnugu fólki sem við þekkjum ekki neitt,þetta er fjölbreytileiki "ég hlakka til". Veðrið er fjölbreytilegt,við vitum aldrei hvernig við eigum að vera klædd,því veðrið breytist 3-4 á dag,sól,skýjað,rok rigning allt á einum degi .Ástæðan fyrir skrifum mínum sem hafa farið langt út fyrir það efni sem ég ætlaði að skrifa um er fjölbreytileiki himinsins. Ég horfði í átt til Snæfellsjökuls um miðnætti í gærkvöldi,ég var agndofa vegna fjölbreytileika og fegurðar himinsins,ég var að horfa á lifandi málverk,þvílík fegurð ,þar mynduðust heilu borgirnar í allri sinni mynd og í allri sinni litafegurð,ég gat varla slitið mig frá þessu, það eru forréttindi að búa á landi sem bjóða uppá svona fegurð.Joyful

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mjög góð hugleiðing og þörf/og þarna er mikið sagt sem satt er /hvergi betra en á Íslandi/og þó er ýmislegt að þegar við eldumst/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.6.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vona að þú njótir vel "fjölbreytnilausu" "Spánarlegu" veðurblíðunnar þessa dagana. Það breytist víst örugglega í íslenskt sumar í næstu viku

Bestu sólarkveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.6.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Erum búin að vera á Akureyri,þar var svaka fínt veður,svo þegar við komum til Reykjavíkur er ekki síðra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband