Ég las í Fréttablaðinu frétt, þar sem Pólverjar eru ósáttir við að pólskukennsla var lögð niður í grunnskólanum í Bolungarvík,og krefjast þess að pólska verði kennd áfram,þar sem hún hefur verið kennd í sex ár.Ég verð nú að segja að ég er hissa á því að pólska hafi verið kennd í grunnskólanum öll þessi ár.Þó svo að Pólverjar sér stór hópur innflytjenda á Vestfjörðum þá get ég ekki séð ástæðu til að taka upp kennslu í þessu tungumáli frekar en öðru.Innflytjendur verða að aðlaga sig að breyttum aðstæðum í lífi sínu og reyna eftir bestu getu að aðlagast því landi sem þeir flytja til.Við höfum í gegnum árin fengið mikið af innflytjendum frá hinum og þessum löndum í heiminum eins og t.d. flóttafólk frá Víetnam,stór hópur er hér frá Thailandi svo eitthvað sé nefnt.Ef við ættum að hlaupa eftir öllum þeim óskum sem innflytjendur fara frammá þá myndi íslenskt samfélag riðlast,og veikjast .Skólakerfið býður uppá vissar greinar sem skilda er að fara eftir,en ef hver og einn innflytjenda hópur krefst þess að tungumál þeirra sé kennt í skólanum þar sem börnin þeirra eru að læra,það gengur bara alls ekki.Það væri allsherjar "kaos".Tvítyngi er mjög góður kostur og meira en sjálfsagður í blönduðum hjónaböndum og hjá innflytjendum,en það er undir foreldrunum sjálfum komið að sjá til þess að börnin þeirra læri tungumál þeirra.Að sjá til þess að barn verði tvítyngt er ekki gert bara einn,tveir og þrír,nei það krefst mikillar þolinmæði,þrautseigju og oft á tíðum mikilla vonbrigða,en ljósið skín á endanum og barnið fer að tala hitt tungumálið eins og ekkert sé,og það eru mikil forréttindi.Ekki finnst mér nóg að börnin læri hitt tungumálið þau eiga einnig að læra um land og þjóð,og þekkja menningu og siði beggja landa.Þetta verða foreldrarnir að gera fyrir börnin sín til þess að þau veri góðir borgarar á Íslandi og einnig í hinu landinu.
Flokkur: Menning og listir | 13.9.2007 | 08:44 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér um þetta. Auðvitað eiga börnin fyrst og fremst að fá kennslu í íslensku og um Ísland í skólunum, foreldrarnir verða sjálfir að sjá um að fræða börnin um upprunalandið. Það er fólk af það mörgum þjóðernum sem hefur sest að á Íslandi að allt annað myndi fara út í tóma vitleysu, ef það ætti að gæta jafnræðis.
Svo tekst nú heldur ekki alltaf vel til þegar á að fara að kenna börnum innflytjenda mál gamla landsins í skóunum, jafnvel
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 10:47
Hey, það klipptist aftan af athugasemdinni, má ekki vera að því að skrifa það aftur, því nú er ég að fara í klippingu!
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 10:49
Þú verður flott á mánudaginn,ný klippt.Það er eins og ég segi að kenna börnum annað mál þarfnast þrautsegju,ég þekki það.
María Anna P Kristjánsdóttir, 13.9.2007 kl. 11:09
Já þau vilja örugglega,en það er tímafrekt.
María Anna P Kristjánsdóttir, 13.9.2007 kl. 15:34
María Anna, þú hittir mig víst ekki fyrr en 1. okt., vona að það standist, kem heim frá Krít með næturflugi aðfararnótt mánudagsins. Ég er búin að ræða við Önnu um afleysingu þá, þú veist .
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 20:48
Góða skemmtun Gréta,það verður örugglega æðislegt á Krít,góða ferð.
María Anna P Kristjánsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.