Leikur sem fór sigurför um bloggheiminn er orðinn leiðinlegur í augum margra !

Þessi spurningaleikur sem hefur birst á mörgum bloggsíður virðist vera að ná hámarki sínu,nokkrir bloggarar kvarta undan honum og finnast hann bera barnalegur.Ég hef ekki tekið þátt í leiknum einfaldlega vegna þess að ég hef verið of sein,þegar ég hef ætlað að taka þátt þá var búið að leysa dæmið.Mér hefur fundist þessi leikur í lagi,þegar bloggarar hafa ekkert að segja virðast allar hugmyndir útþurrkaðar er gott að geta gripið í svona leiki,þetta er bara saklaust grín og góð tengsl á milli fólks,en auðvita getur þetta gengið of langt.Það sem ég hef tekið eftir er það að í svona leikjum fær viðkomandi bloggari urmul af innlitum,sem er auðvitað gott fyrir bloggarann þá kemst hann ofar á vinsældarlistann,en þetta á einnig við þá sem mótmæla leiknum þeir komast auðveldlega á lista yfir heitar umræður með klækjum, þó svo að umræðurnar séu ekki mjög heitar.Bloggheimurinn er dálítið skrítinn heimur,það sem við bloggum er það sem á að skipta máli en það verður of aukaatriði hjá mörgum,það er eitthvað allt annað sem verður að aðalatriði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já ég sá að þú hafðir tekið þátt í leiknum hjá einhverjum,mér finnst þessi leikur bara saklaus,ég hefði tekið sjálf þátt ef á hefði ekki orðið of sein.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 01:50

2 identicon

Vinsældarlistinn er greinilega fullur af svo barnalegu fólki að það hefði gott af því að hætta hreinlega að blogga og fara í einhverskonar sjálfstyrkingarmeðferð.

Ég hreinlega skil ekki fullorðið fólk sem pælir í slíku. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Er þessi leikur ekki bara skemmtilegur?

Gunnar Hrafn: er fullorðinslegra að setja út á þegar aðrir hafa gaman?

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.10.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég álít að leikurinn sé bara skemmtilegur,en vissulega er hægt að fara út í öfgar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband