Látum ekki andúð okkar bitna á þeim sem eru saklausir !!!

Þó svo að hópur Litháa fari um rænandi og ruplandi,þá vona ég að við látum ekki saklausa Litháa sem búa hér á landi og ganga til sinnar vinnu, finna fyrir andúð vegna fárra sem ekki eru æskilegir hér.Ég veit því miður um tilfelli  Litháar sem búa hér á landi  og vilja helst ekki segja hvaðan þeir koma vegna þess óorðs sem nokkrir einstaklingar hafa komið á landið þeirra,þetta er ekki réttlátt,hér er fullt af Litháum sem eiga sínar fjölskyldur og vinna sína vinnu,ef við setjum okkur í spor þessa fólks þá getur það ekki verið gott að þora ekki að segja ég er Lithái.Allir eiga rétt að vera stoltur af sínu þjóðerni,hvort sem viðkomandi hefur flust úr landi eða ekki.Gott væri að hafa í huga málsháttinn sem segir eitthvað á þessa leið : AÐGÁT SKAL HAFT Í NÆRVERU SÁLAR.Woundering
mbl.is Gæsluvarðhald yfir níu Litháum rennur út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er svo rétt hjá þér, að við megum ekki láta henda okkur að dæma allan fjöldann út frá nokkrum svörtum sauðum. Mér finnst líka að við þurfum að vera duglegri að nýta okkur þá sérþekkingu sem sumt af því fólki sem flytur hingað er búið að afla sér, við megum ekki vera of stíf á skilyrðum fyrir því að þetta fólk fái vinnu við sitt hæfi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

þAR ER ÉG SAMMÁLA,ÞAÐ Á AÐ NÝTA ÞEKKINGU ÞESSA FÓLKS.

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband