Núverandi meirihluti fann ekki upp hjólið..

Hvað varðar sundlaug í Fossvogsdal,þá hefur hverfafélag Sjálfstæðismanna í 108 Reykjavík þ.e. Bústaðar,Fossvogs og Smáíbúðar hverfis margsinnis rætt við borgarfulltrúa í Reykjavík og Kópavogi vegna óska um sundlaug.það er ekki hægt öðruvísi en í samvinnu við Kópavog. Í þessu hverfi eru einir 4 skólar og er því aðeins ein sundlaug til að mæta kröfum um sundkennslu í skólunum og hún er lítil 12 m,laug í Breiðagerðisskóla.

Hægt er að fara allt til 1993-1994 þá var Guðmundur Jónsson formaður hverfafélagsins síðan hann hætti hafa verið tveir aðrir formenn formenn,núverandi formaður Jóna Lárusdóttir hefur verið í umræðuhóp ásamt öðrum fulltrúum úr hverfinu og hafa þau fundað  mjög nýlega um þetta mál.Þar sem hef setið í stjórn hverfafélagsins í ein 12 ár veit ég af þessum óskum.Við í hverfafélagi Bústaðar,Fossvogs og Smáíbúðahverfis höfum haft ágætis hugmyndir hvað varðar sundlaug og útivistasvæði í Fossvogsdal,en þær hafa ekki komist upp á yfirborðið vegna þess að við höfum ekki haft borgina nema í rúmt ár síðastliðin 15 ár.

Ef meirihluti hefur áhuga á þessu,þá er það hið besta mál.Til að koma í veg fyrir að Fossvogurinn verði fyrir stórtjóni vegna vegalagna í gegnum dalinn þá eigum við að berjast fyrir því að dalurinn verði gerður að virkilega glæsilegu útivistarsvæði,sem það er en mætti vera betra.


mbl.is Hugmynd að sundlaug í Fossvogsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hann Guðmundur var mjög virkur enda var hann formaður í fjölda mörg ár,ég segi líka eins og þú vonandi rætist gamall draumur,.

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Það er ansi langt síðan (reið)hjólið var fundið upp, en menn er fyrst núna að (endur)uppgötva frábæra eiginleika þess varðandi eð bæta heilsuna, lengja lifið, minnka mengun, bæta mannlífið, spara dýrmætt byggingarland, ræktunarland  eða til dæmis útivistarland ofl. 

Það er greinilega ekki nóg að finna upp hjólið, það þarf að selja góða lausn inn í fjölmiðla, stjórnsýslu og svo framvegis, og það í samkeppni við gríðarlegt bolmagn þeirra sem vilja eitthvað annað. Í sambandi við hjólreiðar : Bílasalar, "old school" verkfræðingar og skipuleggjendur, stórverslanir og fleira. 

Þetta var etv smá útúrdúr.  

Ég er allveg sammála þessu sem þú segir um að mjög vel þurfi að standa að skipulagningu svæðisins með tilliti til að varðveita og etv bæta gildi útivistarsvæðisins.   Í  þessu  sambandi ætti að vera sjálfsagt að leita ekki bara til íbúa í nærumhverfinu, heldur líka til forsvarmanna eldri borgara, hlaupara og ekki síst hjólreiðamanna. Landssamtök hjólreiðamanna   er eitt þeirra frjálsa félagasamtaka sem tengjast útivist sem hefur látið sér umhverfinu og skipulaginu í borginni mestu  varða.  En nánast aldrei er leitað til okkar af fyrra bragði til að nýta okkar reynslu og þekkingu. 

Vonandi fáum við hjá LHM  að koma að vinnunni með breytingunum í Fossvogsdal, bæði hvað varðar   tvöföldun stígarins frá Ægissiðu og upp í gegnum Eliðaárdal  og hvað varðar skipulagningu  nýs sundlaugar. 

( Morten Lange)

Landssamtök hjólreiðamanna, 22.10.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er svo sannarlega sammála þér Morten,það þurfa fleiri að koma að þegar skipuleggja á svona svæði,eins og ég veit þá ert þú mikill áhugamaður um hjólreiðar,enda mjög góð hreyfing,og slík samtök ættu að geta sagt sitt um málið.Við skulum vona að nýr meirihluti láti verða af þessu og hafi þá samband við samtök eins og ykkar.

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt vonum það besta þarna/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.10.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband