Sorgaratburður á Sagres sem er kallaður Heimsendi...

Það er sorglegt að vita lesa svona frétt,frá Sagres skaganum en hann er kallaður Heimsendi vegna þess að hann er vestasti tanginn í Evrópu og á sér merka sögu.Strendur Portúgals eru með fegurstu ströndum sem maður sér,en Portúgal er við Atlantshafið,og er því straumhart og erfitt oft á tíðum,Sagres tanginn er mjög oft vindsamur,þar stofnaði Hinrik Sæfari siglingarskóla á miðöldum,og stendur byggingin enn.En það sem ég vildi segja er það að þegar foreldrar fara í frí á sólarstrendur þá verðum við að passa mjög vel uppá börnin,þau eiga ekki að fara ein út í sjó,jafnvel þó að sjórinn sé spegill sléttur,það þarf ekki annað en að einhver reki sig utan í barnið og það nægir til þess að slys getur gerst.Eitt af því sem öryggisverðir á ströndum hafa áhyggjur af er að ferðamenn fara ekki eftir viðvörunum,þ.e.a.s. flöggunum þrem gulu,grænu og rauðu,ég geri ráð fyrir að allir viti hvað þau þýði en þau hafa sögu merkingu og götuljós,rautt þá má alls ekki fara út í sjó,gult fara varlega og grænt öllu óhætt,þetta er eitt af því sem við sem ferðamenn eigum að virða og fara eftir.
mbl.is Hjón drukknuðu er þau reyndu að bjarga börnunum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kvitt /sorglegt mjög,hefi ekki komið þarna/en eru ekki starndverðir þarna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er hræðilega sorglegt. Það er betra að fara varlega við sjóinn, á sólarströnd sem annars staðar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er auðvitað bara hræðilegt. Ég held að fólk vanmeti oft krafta náttúrunnar. Aumingja börnin að þurfa svo að lifa alltaf með þessa minningu. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú Halli það eiga að vera strandverðir,en nú er vetur þarna og væntanlega fáir strandverðir,enda er sjórinn ískaldur.

Nei ekki er hægt að skammast út í foreldrana ,en þetta er væntanlega lærdómsríkt fyrir alla foreldra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband