Já það er alveg voðalegt að ferðin breyttist í fjölskylduferð !!

Lífið er bara svona stundum,það getur verið að þetta atvik sé að kenna fjölskyldunni að hún eigi að vera saman í fríi,ekki að einhverjir aðilar úr fjölskyldunni séu uppteknir allan daginn að leika sér að slá bolta,og ekki bara í einn klukkutíma, eða tvo það fer allur dagurinn í þetta.Fjölskyldan verður að hafa áhuga á sömu "íþrótt" svo að vel geti farið.

Ég hef oft séð það í ferðum að hjón fara saman í ferð t.d. til sólarlanda,strax daginn eftir komuna þá er bóndinn tilbúinn á tröppunum kl 09:00 að morgni til með allar græjur og fatnað í stíl,eiginkonan liggjandi alein út við sundlaug ekki vitandi hvað hún eigi að gera með daginn,síðan kemur bóndinn heim aftur um kl 17.00 jafnvel seinna,því það á sko að nota tímann.

Ég held bara að Icelandair sé fjölskylduvænt flugfélag.CoolWhistling


mbl.is Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, þetta náttúrulega gengur ekki, aumingja mennirnir

Held samt í einlægni að ef handavinnan mín hefði orðið eftir heima, þá hefði ég orðið ansi súr

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: ViceRoy

Þetta væri samt frekar pirrandi... Þau eru að fara út sérstaklega til að spila golf... efast um að fjölskylda kylfings sé að væla yfir því að maðurinn/konan spili golf allan daginn meðan fjölskyldan (þ.e.a.s. maki og börn) þvælist um Flórída með öllum hinum hópnum, hátt í 60-80 manns ef allar fjölskyldur fara.

ViceRoy, 25.10.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú jú,þetta er auðvitað mjög slæmt,en ég er dálítið kvikindi í mér í dag.

Sæþór,nei kannski kvarta þau ekki ef þetta er eins og þú segir sérstök golf ferð,en ég held nú samt að það sé leiðinlegt fyrir maka.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: ViceRoy

Makinn velur náttúrulega hvort þau (maki og börn) fari með eða ekki og vita væntanlega við hverju er að búast þegar þau fara í golfferð... en auðvitað er um að gera að reyna að gera eins gott úr þessu fyrst ferðin endaði svona og fara svo bara fram á skaðabætur frá Icelandair, auðvitað gott að geta farið í frí með fjölskyldunni.

ViceRoy, 25.10.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæþór,ég held að kylfingar fari ekki í skaðabótamál við Icelandair,vegna þess að þetta er gert vegna öryggisráðstafana,en satt segir þú að fyrst svona fór þá bara að gera gott úr þessu,og fjölskyldan nýtur góðs af.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:03

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jákvæður maður, Ólafur!...

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og golfsettin fá ÞAU í dag, því vafalaust eru einhverjar af konunum líka golfspilarar....

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:06

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...kannski jafnvel líka einhver barnanna....golf getur nefnilega verið ágætis fjölskylduíþrótt (þó mér tækist reyndar aldrei að fá bakteríuna)...

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:09

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Jú jú,örugglega spila einhverjar konur,því annars væri þetta ekki hægt,að makinn sé í golfi og hinn að ráfa um búðir í leit að einhverju.

Heyrðu Gréta hittust þið í dag.Ég var beðin að koma að vinna í smá tíma.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:11

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þarna segir þú satt,þetta getur verið ágætis fjölskylduíþrótt,ég ætla að athuga þetta þegar ég er komin á eftirlaun ha ha, það verður ágætis hreyfing fyrir mig,því ég er svo löt að hreyfa mig.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:14

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, enginn hittingur, - ég var að passa fyrir vinafólk mitt - hef ekki heyrt í Ragnhildi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:06

12 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

ok.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:33

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Greinilega allar uppteknar í dag. Við hittumst bara í næstu viku, ég sendi þá mail á ykkur fyrir þann tíma, ok?

Góða helgi, það viðrar samt ekki mikið fyrir golf.....


Ragnhildur Jónsdóttir, 26.10.2007 kl. 00:10

14 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir með þér það er ekki gott þegar hjón hafa mismunandi áhugamál og karlinn fer sínu fram án þess að málin eru rædd. Hitt er svo annað mál ef þetta fer ekki saman þá er bara að losa sig við karlrembuna.

Vaðandi flugfélagið rök þess eru ekki manni bjóðandi. Ég held að fraktin( vörurnar) sem þeir fljúga með hafa verið það mikill og þung að þeir hafi ekki geta tekið meira með. þess vegna komust þessi golfsett ekki með.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.10.2007 kl. 13:52

15 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er rétt Jóhann,þeir mega ekki taka of mikla frakt og þurfa svo að skilja farangur farþegana eftir.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.10.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband