Ekki vera svona barnalegir og setja alla undir sama hatt,við erum öll venjuleg !!!

Í Morgunblaðinu í dag á bls.9 er viðtal við ungann alþingismann,einn af mörgum sem vilja leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.Þar bendir hann á ýmislegt hvað verðar þetta frumvarp,og ætla ég ekki að tíunda það hér,en það sem ég hjó eftir er það að ég er óvenjuleg.Í greininni er hann spurður hvort hann búist við því að frumvarpinu verði breytt,ungi alþingismaðurinn segist búast við því en :

"Hins vegar finnum við fyrir miklum stuðningi frá "venjulegu fólki". Hann segist ekki skilja af hverju þurfi að ræða þessi má með þeim hætti sem hefur verið gert.Það er fullt af venjulegu fólki sem ekki á við nein áfengisvandamál að stríða,og samkvæmt þeim sem styðja frumvarpið er engin ástæða til að láta meirihlutann gjalda fyrir að einhverjir hafa farið út af sporinu."

Ég var svo hissa þegar ég las þetta í morgun,ég hugsaði með sjálfri mér,heyrðu María hefur þú farið út af sporinu,og þá hvaða spori,ég er ein af þessum venjulegu "óvenjulegu manneskjum sem aldrei hefur orðið drukkin um ævina.

Þið sem viljið áfenga drykki inn í matvöruverslanir,ekki vera svona barnalegir,hvernig dettur ykkur í hug að halda fram að flestir þeir sem eru á móti þessu frumvarpi eigi við áfengisvandamál að stríða,það er svo víðsfjarri,það er fullt af "VENJULEGU" fólki sem er á móti frumvarpinu,og kunna svo sannarlega að drekka áfengi og misnota það ekki á nokkurn hátt.Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband