Hver er ástæða flutningana,það finnst mér skipta meira máli .

Verið getur að íslensk flugvél á vegum Loftleiða leiguflugs hafi verið notuð til að flytja börnin frá Tsjad til Frakklands,og ekki getum við amast út í það, því vélin var í leigu hjá Spænsku  flugfélagi.Mér finnst í raun ekki skipta máli hvaða vél eða hvaða flugfélag flutti börnin ólöglega. Aðalatriðið að mínu mati er ástæðan fyrir flutningnum,af hverju voru þau flutt til Frakklands,hver er framtíð þeirra þar,eða á að flytja þau eitthvað enn lengra,hvað bíður þeirra???
mbl.is Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er alveg stórundarlegt,...að góðgerðarsamtök hafi ætlað að flytja stóran hóp barna úr landi, ólöglega og án alls samráðs við foreldra eða yfirvöld...hvað er í gangi þarna, eiginlega???

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir með þér þetta er mjög alvarlegt mál að mínu áliti. Hvernig sé farið með blessuð börnin og enginn segir neitt. Hvar eru mannúðar samtökin ætla þau ekki að láta til sín taka.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 29.10.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er dæmi um illa unna frétt sem vekur upp fleiri spurningar en hún svarar. Það vantar ástæðu þess að börnin voru flutt til Frakklands og allt bak við söguna. Þar sem börnin voru ekki munaðarlaus og tekin, að því er virðist, í óþökk foreldranna, þá er þetta líkara yfirgripsmiklu barnsráni á á annað hundrað börnum. Og það væri heimsfrétt af stærri gráðunni. Ég er bara spurningamerki eins og þið, og engu nær.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helga Guðrún, ég er sammála því að þetta er mjög illa unnin frétt. Ég fór á stúfana og kannaði málið aðeins (með aðstoð Google, sára einfalt, svo hver meðal vel gefinn blaðamaður ætti nú að geta það ) með þessum árangri (bið Maríu Önnu afsökunar á að ota fram minni færslu hér):

Óhugnanleg frétt

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:52

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jóhann Páll, þetta er reyndar gert í nafni franskra samtaka sem kalla sig mannúðarsamtök, en hafa að því er manni virðist helst gróðavon að leiðarljósi. Ríkisstjórn Chad hefur sakað þessi samtök um sölu á börnum (childtrafficing). Frönsk yfirvöld eru að kanna samtökin, l'Arche de Zoe (Zoe's Ark) . Unicef hefur gefið út þá yfirlýsingu að þetta sé brot á alþjóðareglum. Franskur yfirmaður Unicef sagði á franskri sjónvarpsstöð að hann hefði fregnir af því að fæst barnanna væru munaðarlaus. Allt þetta og meira getur þú lesið í tengli í færslunni minni sem ég vísa í í kommentinu hér fyrir ofan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 16:16

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er sammála Helgu Guðrúnu,Grétu Björg o g Jóhanni Páli,þetta er með eindæmum illa unnin frétt,því hún skilur ekkert eftir nema það að flugvél frá Íslandi hafi verið notuð,þegar komið er með svona í blöðin þá þarf að gefa okkur aðeins meira innsýn í hvað liggur á bakvið fréttina,en í þessu tilfelli var það ekki gert.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:17

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það er nefnilega það, nánari lýsing kom í fréttunum í kvöld, akkurat um það sem þú sagðir "að það sem máli skiptir "ástæðan fyrir flutningunum til Frakklands".

Sólveig Hannesdóttir, 29.10.2007 kl. 19:38

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Mikið eru tilfinningar þínar sterkar þegar þú sást þetta fyrir. Mér ofbauð að sjá þetta í sjóvarpinu  í kvöld þarna voru börnin grátandi þetta var hreinn viðbjóður. Vonandi tekst að handsama þessa viðbjóðlegu menn. Ég spyr hvað er í gangi.?

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 29.10.2007 kl. 23:34

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæl Sólveig og Jóhann Páll,já maður les á milli línanna,blaðamenn vilja oft einblína á smáatriðin en ekki það sem í raun skiptir máli.Ég því miður sá ekki fréttirnar í gærkvöldi,svo ég missti af þessu.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband