Hef ekkert bloggað í 14 daga.

Lítið hefur farið fyrir bloggi hjá mér,hluti af ástæðunni er sú að ég hef verið erlendis,að skemmta mér,gaman gaman,var að koma heim í morgun eldsnemma.

Við litla fjölskyldan fórum til New York,við vorum þar í 4 nætur.Það var búð að segja okkur að gaman væri að heimsækja New York á þessum tíma og það reyndist svo sannarlega satt.New York búar gera borgina mjög jólalega í desember,enda flykkjast Bandaríkjamenn frá öðrum ríkjum þangað til að lifa þessa sérstöku stemmningu sem þar er.Það var gífurlegur mannfjöldi á götum borgarinnar að dáðst að jólaljósum og jólatrjám og öðrum skreytingum,svo mikill fjöldi að mér varð nóg um.

Við notuðum tímann vel,og notuðum þessa frábæru circle line bíla sem eru upp á tvær hæðir, við sátum á efri hæð undir berum himni,þar sátum við vel dúðuð,svo vel að varla sáust augun í okkur, enda nauðsynlegt þar sem það var mjög kalt í NY. Við gátum farið út úr bílnum á vissum stöðum og inn aftur þegar okkur hentaði.Farið var með okkur um alla borgina,og skoðuðum við það allra helsta Rocefeller center þar sem stórt og fallegt jólatré er og gaman að sjá unga sem gamla á skautum a.,Time square,Harlem,Greenwich village og fl.Við höfðum gaman af leiðsögumönnunum,þeir léku sín hlutverk vel,með mikilli innlifun,sem í raun þurfti ekki,við vildum aðeins heyra sögu hvers staðar fyrir sig,en svona eru Bandaríkjamenn.

Uppá Empire State Building fórum við,og fórum uppá áttugasta og aðra hæð,nógu hátt fyrir mig.Stórkostlegt útsýn þaðan.

Fyrir yngsta meðlim fjölskyldunnar fórum við að sjá stórkostlegt náttúrugripa safn, American Musemum of Natural History,þar eyddum við mörgu tímum enda safnið mjög stórt og glæsilegt,ég mæli með að þeir sem eru á þessum slóðum með börn þá er upplagt að sjá þetta safn.

New York er falleg borg með miklum og stórum byggingum ,en það sem stendur uppúr í þessari ferð er fólkið sjálft,allir sem við höfðum samskipti við voru einstaklega ljúfir og elskulegir,opnir og skemmtilegir og það segir mér meira um Bandarísku þjóðina en stórar byggingar.JoyfulWink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært að þið áttuð svona góða ferð til New York. Það eru ekki allir að lenda í því þess dagana samkvæmt fréttum og bloggi í dag.

En gott að þið áttuð góða ferð, það er örugglega mjög margt að sjá þarna. Við sjáumst bara í janúar María, er það ekki? Gott að eiga eitthvað skemmtilegt að gera í janúar. ekki satt?

Bestu kveðjur til ykkar allra

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:39

2 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Gott að heyra að ferðin var góð til New York.  Var þar í september og náði ekki að skoða næstum því allt sem mig hefði langað til að sjá. 

Er að leggja af stað til Íslands á morgun.  Sjáumst fljótlega

Kveðja

Krissa

Kristveig Björnsdóttir, 13.12.2007 kl. 05:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt ,já það er mjög gott fólk í Bandaríkjunum,það er mín reynsla/þá svo stjórnvöld seu það ekki að hluta/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.12.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Brynjar Páll Rögnvaldsson

Svo ætla ég að skella mér vonandi í mars/apríl til New York... alveg mögnuð borg

Brynjar Páll Rögnvaldsson, 14.12.2007 kl. 02:09

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ragga vi´ð sjáumst í janúar,ég held að við verðum of upptekin til að hittast.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband