Væri ekki nær að hlúa betur að öldruðum.

Ég vil að vel sé tekið á móti útlendingum sem koma hingað í atvinnuleit og vilja setjast hér að,en ég hef alltaf sagt það og segi enn að þeir eiga að aðlagast okkur,ekki við þeim.Ef þeir þurfa að fara til læknis þá verða þeir að fara með einhvern sem talar okkar tungumál,og þeir eiga að hafa allar tryggingar í lagi.

Ástand aldraða hér á landi er ekki eins gott og við viljum vera að láta,því væri það óska staða mín að þessir peningar sem eiga að fara í stofnun sérstakrar deildar fyrir útlendinga verði látnir renna til öldrunarmála.

Vita yfirvöld yfirleitt hvað er best fyrir aldraða.Hefur einhvern tíman verið tekin úttekt á því hve sparnaðurinn er mikill á meðan öldruðum sjúklingi er hjúkrað af maka sínum á þeirra eigin heimili,nei ég held að yfirvöld hafi ekki hugmynd um það,en ég er viss um að það eru dágóðar upphæðir.

Það er sorglegt að vita til þess að ástandið í vistun fyrir sjúka eldri borgara sé í slíku ástandi að maki viðkomandi sjúklings missi sjálfur heilsuna vegna þess álags sem lagt er á hann.

Talað er um heimahjúkrun,það er gott og blessað svo langt sem það nær.Í sumum tilfellum hentar heimahjúkrun en ekki í öllum,ég geri ráð fyrir að hún henti sérstaklega ef sjúklingurinn er rúmliggjandi,en þeir eru það ekki allir,en þurfa á allri hjálp að halda samt.

Á hverjum lendir þessi hjálp sem ég nefndi,jú á makanum.Í tilfelli sem ég þekki þá þarf makinn að hjálpa á öllum sviðum,klæða,raka, lyfin,þvo,baða,mata,hjálpa með gang og jafnvel lyfta upp af gólfi þegar sjúklingurinn hefur fallið aftur fyrir sig beint á gólfið.Svo þegar talað er um vistun á heimili fyrir sjúklinginn þá eru allar dyr lokaðar,og margra ára bið, er þetta það sem við viljum bjóða okkar foreldrum ,ömmum og öfum og jafnvel ef ekkert verður gert í málunum þá bíður okkar ekkert betra.

Ég vona bara að okkar ágæti heilbrigðisráðherra  taki mið af því sem er að gerast í þjóðfélaginu,og láti þessi mál hafa forgang,því gamla fólkið okkar á  betra skilið.

 

 

 


mbl.is Sér heilsugæsla fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum öll að aðlagast hvort öðru... thats the bottom line

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já Doctor E, satt segir þú.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt ,þetta er eins og eg hefi vilja sagt hafa,viöð erum þarna algjörlega sammála/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.1.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tek undir þetta algerlega.   kveðja sh

Sólveig Hannesdóttir, 17.1.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála að hluta en ekki að öllu leiti. Ég sé ekkert að því að fólk sem flytur hingað aðlagist því lífi sem er í landinu. Forfeður okkar gamla fólkið byggði hér þjóðfélag það lagði hart að sér til að við gætum tekið við betra búi ég sé ekki neina ástæðu til þess að aðlaga það þjóðfélag sem er með bestu þjóðfélögum í heimi að einhverri hentistefnu nútímans kallað fjölmenningarsamfélag þau virka einfaldlega ekki eða hvað hugsið þið við nöfn eins og Siri Lanka Irak Írland Pakistan og áfram mætti telja í öllum þessum löndum eru hjaðningavig vegna mismunandi menningar trúar eða uppruna og þau eru fleiri. Svo á að virða og hlúa að gamla fólkinu þau lögðu jú grunnin að velferð okkar í dag. Í raun á þjóðfélag að hlúa að öllum og þótt okkur hafi borið af leið tel ég að hér sé staðan enn all miklu betri en viða í veröldinni en lengi má bæta verkin.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband