Gæðaeftirlit og gæðamat gott og blessað,en !

Allar framfarir í skólamálum eru af hinu góða og gæðaeftirlit og gæðamat flokkast í þann hóp.Þegar talað er um gæðaeftirlit,hvað er þá verið að hugsa um?

Á að athuga með kennarana hvort þeir séu nógu hæfir til að kenna börnunum okkar,á að athuga með húsnæðið hvort það sé nógu gott eða maturinn? Væntanlega þarf að athuga alla þessa þætti,einnig kennsluefni.

Þarf ekki að leggja aðeins meira fjármagn í skólana,og jafnvel minnka fjölda barna í bekk það mundi bæta gæði kennslunnar til muna.Þegar bekkur státar af 30-35 glaðværum börnum er ekki von á góðu,kennslan getur ekki verið sem skyldi,kennarinn getur einfaldlega ekki sinnt öllum,æskilegt væri að hafa um 20 börn í bekk það er hæfilegur fjöldi bæði fyrir kennara og börnin sjálf.

Það er auðséð að einkvað vantar af fjármagni þegar börnin okkar eru send heim í byrjun árs með bækur sem eru að detta í sundur vegna ofnotkunar ár eftir ár,ég hef séð að bækur sem sonur minn fær í skólanum eru sumar nær 10 ára gamlar og búnar að fara í gegnum margar hendur,allar útkrassaðar,þetta er ekki skemmtilegt að sjá,en ég tek það fram að viðkomandi skóli er einn af minni skólum bæjarins og einn af betri skólum bæjarins með innan við 400 nemendur.

Því stend ég við það sem ég skrifaði hér að ofan,minnka skólana,fækka í bekkjum og auka fjármagn það mundi örugglega hjálpa menntakerfinu.

 

 

 


mbl.is Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Hverju orði sannara hjá þér María. Starf mitt er í grunnskóla og það er til skammar hvað skólarnir eru sveltir. Bæði af tækjum og búnaði og einnig þarf að endurnýja bókakost reglulega. Sumar bækur er gamlar og efni þeirra úrelt.

Steinunn Þórisdóttir, 20.1.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já Steinunn,ég held að það þurfi að minnka í bekkjum,og þar af leiðandi minni skóla.

María Anna P Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband